Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. mars 2018 17:29 Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu. VISIR/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar. Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar.
Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25