Enski boltinn

Tiger hikstaði á öðrum hring

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Vísir/Getty
Tiger Woods spilaði á pari á öðrum keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni bandarísku. Hann situr í 17.-24. sæti á samtals fjórum undir pari og komst því auðveldlega í gegnum niðurskurðinn.

Hann er sjö höggum á eftir fremstu mönnum, Svíanum Henrik Stenson og Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem spilaði á 66 höggum í gær. Báðir eru á ellefu höggum undir pari en Norður-Írinn Rory McIlroy er á fimm höggum undir pari.

Tiger sneri nýverið til baka á keppnisvöllinn eftir langverandi fjarveru vegna meiðsla og er að freista þess að vinna sitt fyrsta mót síðan 2013. Hann komst nálægt því á Valspar-mótinu í síðustu viku er hann hafnaði í öðru sæti.

Hann byrjaði ekki nógu vel og setti boltann út í karga eftir fyrsta teighöggið sitt í gærkvöldi. Hann fékk alls tvo skolla á fyrri níu en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu sjö holunum.

Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 22.00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×