Tiger heldur enn í vonina Einar Sigurvinsson skrifar 18. mars 2018 09:45 Tiger Woods. vísir/getty „Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira