Sættu ofsóknum í heimalandinu og hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:45 Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ. Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00