Aðeins konur þurfa að boxa með hættulegar höfuðhlífar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Imma með höfuðhlífina sem hún vill losna við. Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan. Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan.
Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30