Kvartar til umboðsmanns og óskar rökstuðnings ráðherra Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. mars 2018 14:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira