Skallagrímur hafði betur gegn Snæfelli í Dominos deild kvenna þegar liðin mættust í Stykkishólmi í dag í mikilvægum leik upp á sæti í úrslitakeppninni.
Skallagrímur setti tóninn strax í upphafi leiks og leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta. Níu stiga munur var á liðunum í leikhléi og hélt Skallagrímur tökunum á leiknum allan tímann.
Fór að lokum svo að Borgnesingar unnu með þrettán stigum, 74-87.
Carmen Tyson Thomas fór mikinn að vanda; skoraði 33 stig auk þess að taka 18 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var sömuleiðis öflug í liði Skallagríms með 19 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Í liði Snæfells var Kristen Denis atkvæðamest með 21 stig.
Skallagrímskonur gerðu góða ferð í Hólminn
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti




Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti

Fleiri fréttir
