Opið bréf til Jóhönnu Sigurðar og Loga Birgir Örn Guðjónsson skrifar 4. mars 2018 20:38 Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stj.mál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar