Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár eftir bráðabana | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 08:00 Phil Mickelson var kampakátur í gærkvöldi. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson stóð uppi sem sigurvegari á WGC-mótinu í gærkvöldi eftir bráðabana gegn Justin Thomas en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Lokahringurinn var magnaður en Thomas kláraði fyrstur af þeim sem var líklegur til sigurs á 16 höggum undir pari. Hann var á fjórtán höggum undir pari þegar kom að öðru högginu á átjándu og síðustu holunni. Thomas átti þá algjört draumahögg sem fór rétt yfir holuna en rúllaði til baka ofan í holuna fyrir erni og Bandaríkjamaðurinn mættur í hús á 16 höggum undir pari. Þá átti Phil Mickelson enn þá slatta eftir. Mickelson, sem varð í gær elsti maðurinn til að vinna WGC-mót 47 ára að aldri, var kominn á 16 högg undir pari áður en kom að lokaholunni þar sem hann átti ekki gott högg inn á flöt. Hann kláraði hana á pari og fór í bráðabana við Thomas. Á 17. flötinni í bráðabananum tókst Justin Thomas ekki að bjarga pari og ætlaði allt um koll að keyra þegar að hinn vinsæli Phil Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár en hann var búinn að spila 96 mót án þess að vinna sigur. „Þessi sigur skiptir miklu máli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu eftir alla þessa erfiðu tíma undanfarin fjögur ár. Það hefur verið erfitt að komast aftur á þennan stall en loksins tókst það og það skiptir mig máli,“ sagði auðmjúkur Phil Mickelson að sigri loknum. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson stóð uppi sem sigurvegari á WGC-mótinu í gærkvöldi eftir bráðabana gegn Justin Thomas en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Lokahringurinn var magnaður en Thomas kláraði fyrstur af þeim sem var líklegur til sigurs á 16 höggum undir pari. Hann var á fjórtán höggum undir pari þegar kom að öðru högginu á átjándu og síðustu holunni. Thomas átti þá algjört draumahögg sem fór rétt yfir holuna en rúllaði til baka ofan í holuna fyrir erni og Bandaríkjamaðurinn mættur í hús á 16 höggum undir pari. Þá átti Phil Mickelson enn þá slatta eftir. Mickelson, sem varð í gær elsti maðurinn til að vinna WGC-mót 47 ára að aldri, var kominn á 16 högg undir pari áður en kom að lokaholunni þar sem hann átti ekki gott högg inn á flöt. Hann kláraði hana á pari og fór í bráðabana við Thomas. Á 17. flötinni í bráðabananum tókst Justin Thomas ekki að bjarga pari og ætlaði allt um koll að keyra þegar að hinn vinsæli Phil Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár en hann var búinn að spila 96 mót án þess að vinna sigur. „Þessi sigur skiptir miklu máli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu eftir alla þessa erfiðu tíma undanfarin fjögur ár. Það hefur verið erfitt að komast aftur á þennan stall en loksins tókst það og það skiptir mig máli,“ sagði auðmjúkur Phil Mickelson að sigri loknum.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira