Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 17:40 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56