Seðlabankinn með neikvætt eigið fé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira