Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 16:40 Í texta um son sinn sem Eva skrifaði árið 2003 má sjá Haukur var frá fyrstu tíð fullur réttlætiskenndar og byltingin ólgaði í æðum hans. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00