Erlent

Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
David Hogg ásamt skólasystur sinni Kelsey Friend.
David Hogg ásamt skólasystur sinni Kelsey Friend. Vísir/AFP
Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn.

Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð.

Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

„Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN.

„Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“

„Ég er ekki hér á vegum neins.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna.

Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar.

Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly.

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.


Tengdar fréttir

Cruz leggur spilin á borðið

Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn.

„Skammist ykkar“

Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×