Ekki lengur dóttir morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent