Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 23:45 Trump hlýddi á nemendur frá framhaldsskólanum þar sem sautján nemendur voru myrtir í síðustu viku. Vísir/AFP Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018 Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21