Kjánar reisa múra, hetjur rústa þeim Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Svarti pardusinn brýtur blað í sögu myndasagnabíómynda með óvenju kröftugri samfélagsádeilu. Kvikmyndir Black Panther Leikstjóri: Ryan Coogler Aðalhlutverk: Chadwick Boseman, Lupita Nyong'o, Michael B. Jordan Black Panther er fyrsta þeldökka ofurhetja myndasagnanna, birtist fyrst á prenti 1966. Hann markaði tímamót þá og gerir það aftur núna.Black Panther markar í raun löng tímamót og er það gáfulegasta, dýpsta og pældasta sem komið hefur úr smiðju Marvel. Er svo miklu meira en enn ein ofurhetjumyndin þótt hún standi fullkomlega undir öllum kröfum sem gerðar eru til slíkra mynda.Svarti pardusinn er í raun T'Challa, prins Afríkuríkisins Wakanda, og ræður bæði yfir háþróaðri tækni og ofurmannlegum kröftum. Hann er þó eiginlega samt minnsti töffarinn í myndinni vegna þess að firnasterkar konurnar í kringum hann varpa stórum merkingarþrungnum skuggum. Allar þeldökkar. Hér ryðjast fram mæður, dætur, systur og kærustur, fyrrverandi og núverandi, og taka málin í sínar hendur. Valdefling er orð sem er mikið í tísku í dag og þessi mynd er í meira lagi valdeflandi fyrir blökkufólk og ekki síst konur. Í Hollywood og bara hvar sem er.Black Panther stendur fyrir sínu með spennu, fjöri og húmor en er um leið eitthvað annað og miklu meira. Stórmerkileg mynd og mun vonandi hafa langvarandi dægurmenningarsöguleg áhrif. Kvenhetjurnar í Black Panther eru fleiri og miklu öflugri en áður hefur sést í myndum af þessu tagi. Boðskapur hennar og samfélagsrýni eru djarfir leikir í þeim ljóta, hvíta heimi sem Donald Trump hefur skapað og hann og allt sem hann stendur fyrir fær heldur betur á baukinn frá Svarta pardusnum þegar hann segir:„Þeir vitru byggja brýr á meðan fíflin reisa múra.“ Og þeir eru ófáir gömlu múrarnir sem Svarti pardusinn ræðst á af fullum krafti með mæðraveldið að baki sér. Megi þeir hverfa fyrir fullt og allt. Niðurstaða: Bráðskemmtileg og spennandi ofurhetjumynd sem svíkur hvergi en undir niðri kraumar mögnuð og tímabær samfélagsgagnrýni sem gerir Black Panther að tímamótamynd. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira