Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Rúm fjörutíu ár eru síðan Geirfinnsmálið var flutt fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Vísir/Bragi Guðmundsson Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10