Valdís Þóra í öðru sæti í Ástralíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2018 07:08 Valdís Þóra með ungum aðdáendum. let/tristan jones Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór á kostum á móti í Evrópumótaröðinni í Ástralíu í nótt en það gekk ekki eins vel hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Valdís Þóra átti stórkostlegan hring og er í öðru sæti mótsins ásamt Mörtu Sanz Barrio eftir fyrsta hringinn. Þær eru báðar á þrem höggum undir pari en hin enska Holly Clyburn leiðir á fimm höggum undir pari. Valdís Þóra byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu þrem holum vallarins áður en hún fékk sinn fyrsta skolla á fjórða holunni. Hún lék því fyrri níu á tveimur höggum undir pari. Hún fékk svo fjórða fuglinn á elleftu holu. Lokaholurnar voru nokkuð skrautlegar. Hún fékk fugl á fjórtándu, skolla á fimmtándu, fugl á sextándu og svo aftur skolla á sautjándu. Hún endaði svo hringinn frábæra á pari og kom í hús á 69 höggum. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Ólafíu Þórunni sem kom í hús á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er í 113.-123. sæti og á litla sem enga möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu á morgun. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór á kostum á móti í Evrópumótaröðinni í Ástralíu í nótt en það gekk ekki eins vel hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Valdís Þóra átti stórkostlegan hring og er í öðru sæti mótsins ásamt Mörtu Sanz Barrio eftir fyrsta hringinn. Þær eru báðar á þrem höggum undir pari en hin enska Holly Clyburn leiðir á fimm höggum undir pari. Valdís Þóra byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu þrem holum vallarins áður en hún fékk sinn fyrsta skolla á fjórða holunni. Hún lék því fyrri níu á tveimur höggum undir pari. Hún fékk svo fjórða fuglinn á elleftu holu. Lokaholurnar voru nokkuð skrautlegar. Hún fékk fugl á fjórtándu, skolla á fimmtándu, fugl á sextándu og svo aftur skolla á sautjándu. Hún endaði svo hringinn frábæra á pari og kom í hús á 69 höggum. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Ólafíu Þórunni sem kom í hús á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er í 113.-123. sæti og á litla sem enga möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu á morgun.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira