Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 15:48 Á eftir verður listi uppstillinganefndar lagður fram en á honum er gert ráð fyrir því að bæði Áslaugu og Kjartani sé ýtt út í kuldann. Hildur Björnsdóttir er í öðru sæti á lista uppstillinganefndar. Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25