Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2018 07:06 Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. mynd/gsí Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. Valdís Þóra lék annan hringinn í gær á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún situr ein í fjórða sæti mótsins og er tveimur höggum á eftir hinni ensku Holly Clyburn sem leiðir enn mótið. Valdís Þóra sótti sinn fyrsta fugl á annarri holu og spilaði svo mjög stöðugt golf allan hringinn. Hún þarf að halda því áfram um helgina og þá getur allt gerst. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal neðstu kvenna eftir fyrsta daginn enda var hann ömurlegur hjá henni. Þá spilaði Ólafía Þórunn á 80 höggum en hún bætti sig mikið í nótt og spilaði þá á 70 höggum. Sama skori og Valdís. Þessi fíni hringur hefur komið henni réttu megin við niðurskurðarlínuna og okkar stúlkur verða því báða í eldlínunni um helgina. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. Valdís Þóra lék annan hringinn í gær á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún situr ein í fjórða sæti mótsins og er tveimur höggum á eftir hinni ensku Holly Clyburn sem leiðir enn mótið. Valdís Þóra sótti sinn fyrsta fugl á annarri holu og spilaði svo mjög stöðugt golf allan hringinn. Hún þarf að halda því áfram um helgina og þá getur allt gerst. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal neðstu kvenna eftir fyrsta daginn enda var hann ömurlegur hjá henni. Þá spilaði Ólafía Þórunn á 80 höggum en hún bætti sig mikið í nótt og spilaði þá á 70 höggum. Sama skori og Valdís. Þessi fíni hringur hefur komið henni réttu megin við niðurskurðarlínuna og okkar stúlkur verða því báða í eldlínunni um helgina.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira