Þrjú mót í beinni á Golfstöðinni um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 16:00 Ólafía, Tiger og Valdís Þóra verða öll í eldlínunni um helgina. Getty Þrjú golfmót verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina - tvö karlamót og eitt kvennamót en þar á Ísland tvo fulltrúa. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Ladies Classic-mótinu sem fer fram í Bonville í Ástralíu. Valdís Þóra er þar í fjórða sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á mótinu og hefst hún klukkan 02.00 í nótt sem og aðfaranótt sunnudags. Þá er einnig keppt á bæði PGA-mótaröðinni bandarísku sem og Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Alex Noren frá Svíþjóð og heimamaðurinn Webb Simpson eru í forystu á PGA-mótinu Honda Classic sem fer fram á Palm Beach í Flórída. Tiger Woods er einnig á meðal keppenda en hann er rétt fyrir utan hóp 20 efstu eftir að hafa leikið á 70 höggum í nótt. Rory McIlroy er ekki á meðal 50 efstu eftir að hafa spilað á 72 höggum. Erik Van Rooyen er svo í forystu á Qatar Masters-mótinu en hann spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Golfstöðvarinnar um helgina.Föstudagur: 19.00 PGA: The Honda ClassicLaugardagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda ClassicSunnudagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda Classic Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrjú golfmót verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina - tvö karlamót og eitt kvennamót en þar á Ísland tvo fulltrúa. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Ladies Classic-mótinu sem fer fram í Bonville í Ástralíu. Valdís Þóra er þar í fjórða sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á mótinu og hefst hún klukkan 02.00 í nótt sem og aðfaranótt sunnudags. Þá er einnig keppt á bæði PGA-mótaröðinni bandarísku sem og Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Alex Noren frá Svíþjóð og heimamaðurinn Webb Simpson eru í forystu á PGA-mótinu Honda Classic sem fer fram á Palm Beach í Flórída. Tiger Woods er einnig á meðal keppenda en hann er rétt fyrir utan hóp 20 efstu eftir að hafa leikið á 70 höggum í nótt. Rory McIlroy er ekki á meðal 50 efstu eftir að hafa spilað á 72 höggum. Erik Van Rooyen er svo í forystu á Qatar Masters-mótinu en hann spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Golfstöðvarinnar um helgina.Föstudagur: 19.00 PGA: The Honda ClassicLaugardagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda ClassicSunnudagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda Classic
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira