Tilnefningar til blaðamannaverðlauna kynntar Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 08:13 Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku. Dómnefnd Blaðamannaverðlauna BÍ hefur kynnt tilnefningar sínar til Blaðamannaverðlauna. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum en dómnefnd gerir þrjár tilnefningar í hverjum flokki og á laugardag eftir viku verður tilkynnt hverjir hreppa verðlaunin í hverjum flokki. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á Stundinni, hlýtur tvær tilnefningar þetta árið. Hann er tilnefndur fyrir viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur, þar sem hún sagði frá lífshlaupi dóttur sinnar, missinum, sorginni og viðbrögðum samfélagsins. Jóhann Páll einnig tilnefndur ásamt Inga Frey Vilhjálmssyni og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni fyrir umfjöllun þeirra um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldur hans og náin tengsl við Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Sú umfjöllun, líkt og viðtali við Sigurlaugu, birtist í Stundinni. Þá fá fréttamenn Ríkisútvarpsins þrjár tilnefningar fyrir umfjöllun um uppreist æru, konum sem var mótmælt í kjölfar efnahagshrunsins og umfjöllun um átakanlegar aðstæður þeirra sem bjuggu í Kópavogshælinu á síðustu öld. Tilnefningar dómnefndar eru eftirfarandi:Viðtal ársinsJóhann Páll Jóhannsson, StundinniFyrir áhrifamikið viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur, þar sem hún segir frá lífshlaupi dóttur sinnar, missinum, sorginni og viðbrögðum samfélagsins.Júlía Margrét Alexandersdóttir, MorgunblaðinuFyrir einlægt viðtal við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur þar sem hún lýsir aðkomu og eftirköstum þess að eiginmaður hennar, Sigursteinn Gunnarsson, svipti sig lífi árið 1997.Viktoría Hermannsdóttir, RÚVFyrir viðtal við Árna Jón Árnason í þættinum Á ég bróður á Íslandi? Einstök og falleg innsýn í líf manns þegar hann fær þær fréttir að hann eigi hálfbróður og hittir í fyrsta sinn.Rannsóknarblaðamennska ársinsAlma Ómarsdóttir, RÚV.Fyrir upplýsandi og heildstæða umfjöllun um hverjir hlutu uppreist æru, hverjir væru meðmælendur þeirra og áhrif uppreistarinnar á brotaþola.Hörður Ægisson, Fréttablaðinu Fyrir greinargóða umfjöllun um viðskipti með hlutafé í Arion banka, ekki síst áhrif kaupa þriggja vogunarsjóða í bankanum.Ingi Freyr Vilhjálmsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson, Stundinni.Fyrir afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans og náin tengsl við Glitni í aðdraganda bankahruns.Umfjöllun ársinsJóhann Bjarni Kolbeinsson, RÚVFyrir greinargóða umfjöllun um átakanlegar aðstæður þeirra barna sem bjuggu á Kópavogshælinu á árunum 1952-1993, vanrækslu þeirra og ofbeldi sem þau voru beitt.Kjartan Hreinn Njálsson, Stöð 2/365Fyrir nýstárlega umfjöllun um CRISPR/Cas9-erfðatæknina og hvernig íslenskir vísindamenn beita henni til að þróa ný lyf og hvaða siðferðilegar spurningar tæknin vekur.Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu.Fyrir að reifa skilmerkilega hvernig raforkuþurrð til náinnar framtíðar kallar á ákvarðanir um hvort draga þurfi úr notkun hennar eða virkja meira og ólík sjónarmið þar um.BlaðamannaverðlaunMagnús Halldórsson, Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir, Kjarnanum.Fyrir greinargóða umfjöllun um tillögur dómsmálaráðherra til Alþingis um skipan í stöður dómara við hið nýja dómstig Landsrétt.Ritstjórn, Stundinni.Fyrir ítarlega umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna, áhrif þess á fórnarlömb mannanna og tregðu stjórnvalda til upplýsingagjafar.Sigríður Hagalín, RÚV.Fyrir upplýsandi umfjöllun um konur sem fengu mótmælendur fyrir utan heimili sín í kjölfar hrunsins og mismunandi viðhorf mótmælenda þegar þeir litu til baka. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna BÍ hefur kynnt tilnefningar sínar til Blaðamannaverðlauna. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum en dómnefnd gerir þrjár tilnefningar í hverjum flokki og á laugardag eftir viku verður tilkynnt hverjir hreppa verðlaunin í hverjum flokki. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á Stundinni, hlýtur tvær tilnefningar þetta árið. Hann er tilnefndur fyrir viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur, þar sem hún sagði frá lífshlaupi dóttur sinnar, missinum, sorginni og viðbrögðum samfélagsins. Jóhann Páll einnig tilnefndur ásamt Inga Frey Vilhjálmssyni og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni fyrir umfjöllun þeirra um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldur hans og náin tengsl við Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Sú umfjöllun, líkt og viðtali við Sigurlaugu, birtist í Stundinni. Þá fá fréttamenn Ríkisútvarpsins þrjár tilnefningar fyrir umfjöllun um uppreist æru, konum sem var mótmælt í kjölfar efnahagshrunsins og umfjöllun um átakanlegar aðstæður þeirra sem bjuggu í Kópavogshælinu á síðustu öld. Tilnefningar dómnefndar eru eftirfarandi:Viðtal ársinsJóhann Páll Jóhannsson, StundinniFyrir áhrifamikið viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu Brjánsdóttur, þar sem hún segir frá lífshlaupi dóttur sinnar, missinum, sorginni og viðbrögðum samfélagsins.Júlía Margrét Alexandersdóttir, MorgunblaðinuFyrir einlægt viðtal við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur þar sem hún lýsir aðkomu og eftirköstum þess að eiginmaður hennar, Sigursteinn Gunnarsson, svipti sig lífi árið 1997.Viktoría Hermannsdóttir, RÚVFyrir viðtal við Árna Jón Árnason í þættinum Á ég bróður á Íslandi? Einstök og falleg innsýn í líf manns þegar hann fær þær fréttir að hann eigi hálfbróður og hittir í fyrsta sinn.Rannsóknarblaðamennska ársinsAlma Ómarsdóttir, RÚV.Fyrir upplýsandi og heildstæða umfjöllun um hverjir hlutu uppreist æru, hverjir væru meðmælendur þeirra og áhrif uppreistarinnar á brotaþola.Hörður Ægisson, Fréttablaðinu Fyrir greinargóða umfjöllun um viðskipti með hlutafé í Arion banka, ekki síst áhrif kaupa þriggja vogunarsjóða í bankanum.Ingi Freyr Vilhjálmsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson, Stundinni.Fyrir afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans og náin tengsl við Glitni í aðdraganda bankahruns.Umfjöllun ársinsJóhann Bjarni Kolbeinsson, RÚVFyrir greinargóða umfjöllun um átakanlegar aðstæður þeirra barna sem bjuggu á Kópavogshælinu á árunum 1952-1993, vanrækslu þeirra og ofbeldi sem þau voru beitt.Kjartan Hreinn Njálsson, Stöð 2/365Fyrir nýstárlega umfjöllun um CRISPR/Cas9-erfðatæknina og hvernig íslenskir vísindamenn beita henni til að þróa ný lyf og hvaða siðferðilegar spurningar tæknin vekur.Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu.Fyrir að reifa skilmerkilega hvernig raforkuþurrð til náinnar framtíðar kallar á ákvarðanir um hvort draga þurfi úr notkun hennar eða virkja meira og ólík sjónarmið þar um.BlaðamannaverðlaunMagnús Halldórsson, Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir, Kjarnanum.Fyrir greinargóða umfjöllun um tillögur dómsmálaráðherra til Alþingis um skipan í stöður dómara við hið nýja dómstig Landsrétt.Ritstjórn, Stundinni.Fyrir ítarlega umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna, áhrif þess á fórnarlömb mannanna og tregðu stjórnvalda til upplýsingagjafar.Sigríður Hagalín, RÚV.Fyrir upplýsandi umfjöllun um konur sem fengu mótmælendur fyrir utan heimili sín í kjölfar hrunsins og mismunandi viðhorf mótmælenda þegar þeir litu til baka.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira