Woods með augastað á fyrsta sigrinum í fimm ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:34 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira