Woods með augastað á fyrsta sigrinum í fimm ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:34 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira