Hallgrímur biðst afsökunar eftir að hafa móðgað landsbyggðina með ruddalegri athugasemd Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 09:51 Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt, segir skáldið. visir/valli Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Sjá meira