Skortir gögn um trampólíngarð Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Ekki er öruggt að börn sem slasast hafa í Trampólingarðinum nái sér að fullu. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00