Hundrað kristnir krossmenn fagna því að vera veðurtepptir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 14:15 95 unglingar njóta sín vel í snjónum í Vatnaskógi um helgina. Gunnar Hrafn Sveinsson 95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Hvalfjarðarsveit Veður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira