Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum.
Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.
Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika.
What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O
— Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018
NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu.
The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0
— Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018
