Fylgjendur hennar meira en tífölduðust á nokkrum klukkutímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 13:45 Chloe Kim með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty
Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira