UFC 3: Betri og skemmtilegri en breytinga er þörf Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 08:45 Conor McGregor er fyrirferðarmikill í UFC 3. EA Canada EA Sports UFC 3 er betri en síðasti leikurinn í seríunni og hefur ýmislegt verið bætt. Sá hluti leiksins sem þurfti þó hvað mest á endurbótum að halda hefur ekki verið snertur. Leikurinn er nær raunveruleikanum en forverar sínir og þá sérstaklega þegar kemur að standandi bardögum. Maður finnur nánast fyrir því þegar góð högg lenda. Um leið og bardagarnir fara í gólfið er raunveruleikinn þó stokkinn út um gluggann og tók hann jafnvel skemmtilegheitin með sér. Eins og aðrir leikir seríunnar er hann þó skemmtilegastur þegar maður er að berja vini sína til óbóta.Stýringu bardagakappa UFC hefur verið breytt töluvert og mun meiri áhersla hefur verið lögð á fótavinnu og hafa höfuðið á hreyfingu. Að koma sér undan höggum í stað þess að verja þau. Engar breytingar hafa verið gerðar á glímuhluta leiksins, sem er án efa sá hluti leiksins sem hafði mesta þörf á breytingum. Spilarar þurfa enn að ýta í tiltekna átt til að skipta um stöðu og þeir sem eru að verjast ýta í sömu átt til að stöðva það. Hengibrögð fylgja einmitt sömu formúlunni og í síðasta leik. Nú er hægra „analogið“ eingöngu notað til þess að sveigja og beygja bardagakappa á meðan hið vinstra er eingöngu til þess að hreyfa hann. Vilji spilarar taka þyngri og flottari högg en hefðbundnar stungur er notast við gikkina á stýripinnunum. Eftir smá pirring með breyttar stýringar er ég orðinn sannfærður um að breytingin sé mjög jákvæð. Högg og hreyfingar bardagakappa eru mun raunverulegri og það tekur ekki langan tíma að átta sig á þessu.Aron fylgist náið með viðureign Palla (v) og Símons (h).UFC 3, eins og forverar sínir, nýtur sín án efa langbest þegar spilarar eru að lumbra á vinum sínum. Með það í huga bauð ég nokkrum vinum mínum í heimsókn. Þrátt fyrir að ég hafi verið sá eini sem hafði spilað leikinn leið ekki langur tími þar til þeir voru komnir í gírinn. Allir höfðum við spilað UFC 2 umtalsvert. Það sem er hvað best við leikinn og að berjast við vini sína er að allt getur í rauninni gerst. Þegar vinir spila FIFA saman, NBA 2K og aðra slíka leiki liggur oftar en ekki fyrir hver er að fara að vinna. Það er alltaf einhver bestur. Í UFC getur hins vegar allt gerst. Eitt vel staðsett högg getur gerbreytt bardaga. Það sama má segja um eitt höfuðspark sem farið er í í örvæntingu og með bakið við búrið. Það getur allt gerst. Þrátt fyrir að hver líkamshluti hafi tiltekna orku og sömuleiðis hafa bardagakapparnir orku, er það ekki nákvæmlega til marks um það hvenær þeir rotast. Við sáum til dæmis einn fara niður eftir fyrsta höggið, sem var mjög gott. Eins og áður segir, þá getur allt gerst. Nema það að Aron vinni mót. Það virðist ekki geta gerst.Geitin eftirsóknarverða Eins og áður er einnig hægt að búa til sinn eigin bardagakappa og fara með hann í gegnum hefðbundinn UFC-feril. Það hafa ýmsar breytingar verið gerðar á þessu kerfi og þá sérstaklega sú að litlir leikir sem spilarar notuðu áður til að bæta kappana eru að mestu farnir út. Þá heitir þessi spilunarhluti ekki lengur „Career Mode“ heldur hefur nafninu verið breytt í „G.O.A.T. Mode“. Nú þurfa spilarar ekki eingöngu að undirbúa sig fyrir bardaga með æfingum, heldur einnig með því að vekja athygli á samfélagsmiðlum og slíku og sanka að sér aðdáendum og höturum. Það er þó eitt alveg sérstaklega óþolandi við þennan spilunarhluta og þessi sami „galli“ var í síðasta leik. Ef bardagi við tölvuna fer í gólfið og tölvan reynir að hengja þig eða neyða til að gefast upp með öðru bragði, mun hún gera það. Það virðist ómögulegt að koma í veg fyrir það. Svo geta spilarar auðvitað barist á netinu í einstökum bardögum eða í Ultimate Team.Eins og með aðra UFC leiki er ég ekki viss um að ég muni verja miklum tíma í að eltast við að búa til hinn fullkomna bardagamann, berjast mikið á netinu eða nýta aðra spilunarhluta leiksins. Hins vegar, þegar einhver kemur í heimsókn mun það fyrsta sem ég geri vera að bjóða honum að taka nokkur „round“ í UFC.Samantekt-ish UFC 3 er að mörgu leyti betri en UFC 2. Þeir sem voru ánægðir með hann ættu ekki að eiga í vandræðum með að kunna við þennan. Hann lítur mjög vel út og hljómar einnig. Standandi bardagar eru frábærir. Hraðir og skemmtilegir. Bardagar í gólfinu eru hins vegar ekki jafn góðir og það hefði mátt taka eitthvað á þeim. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
EA Sports UFC 3 er betri en síðasti leikurinn í seríunni og hefur ýmislegt verið bætt. Sá hluti leiksins sem þurfti þó hvað mest á endurbótum að halda hefur ekki verið snertur. Leikurinn er nær raunveruleikanum en forverar sínir og þá sérstaklega þegar kemur að standandi bardögum. Maður finnur nánast fyrir því þegar góð högg lenda. Um leið og bardagarnir fara í gólfið er raunveruleikinn þó stokkinn út um gluggann og tók hann jafnvel skemmtilegheitin með sér. Eins og aðrir leikir seríunnar er hann þó skemmtilegastur þegar maður er að berja vini sína til óbóta.Stýringu bardagakappa UFC hefur verið breytt töluvert og mun meiri áhersla hefur verið lögð á fótavinnu og hafa höfuðið á hreyfingu. Að koma sér undan höggum í stað þess að verja þau. Engar breytingar hafa verið gerðar á glímuhluta leiksins, sem er án efa sá hluti leiksins sem hafði mesta þörf á breytingum. Spilarar þurfa enn að ýta í tiltekna átt til að skipta um stöðu og þeir sem eru að verjast ýta í sömu átt til að stöðva það. Hengibrögð fylgja einmitt sömu formúlunni og í síðasta leik. Nú er hægra „analogið“ eingöngu notað til þess að sveigja og beygja bardagakappa á meðan hið vinstra er eingöngu til þess að hreyfa hann. Vilji spilarar taka þyngri og flottari högg en hefðbundnar stungur er notast við gikkina á stýripinnunum. Eftir smá pirring með breyttar stýringar er ég orðinn sannfærður um að breytingin sé mjög jákvæð. Högg og hreyfingar bardagakappa eru mun raunverulegri og það tekur ekki langan tíma að átta sig á þessu.Aron fylgist náið með viðureign Palla (v) og Símons (h).UFC 3, eins og forverar sínir, nýtur sín án efa langbest þegar spilarar eru að lumbra á vinum sínum. Með það í huga bauð ég nokkrum vinum mínum í heimsókn. Þrátt fyrir að ég hafi verið sá eini sem hafði spilað leikinn leið ekki langur tími þar til þeir voru komnir í gírinn. Allir höfðum við spilað UFC 2 umtalsvert. Það sem er hvað best við leikinn og að berjast við vini sína er að allt getur í rauninni gerst. Þegar vinir spila FIFA saman, NBA 2K og aðra slíka leiki liggur oftar en ekki fyrir hver er að fara að vinna. Það er alltaf einhver bestur. Í UFC getur hins vegar allt gerst. Eitt vel staðsett högg getur gerbreytt bardaga. Það sama má segja um eitt höfuðspark sem farið er í í örvæntingu og með bakið við búrið. Það getur allt gerst. Þrátt fyrir að hver líkamshluti hafi tiltekna orku og sömuleiðis hafa bardagakapparnir orku, er það ekki nákvæmlega til marks um það hvenær þeir rotast. Við sáum til dæmis einn fara niður eftir fyrsta höggið, sem var mjög gott. Eins og áður segir, þá getur allt gerst. Nema það að Aron vinni mót. Það virðist ekki geta gerst.Geitin eftirsóknarverða Eins og áður er einnig hægt að búa til sinn eigin bardagakappa og fara með hann í gegnum hefðbundinn UFC-feril. Það hafa ýmsar breytingar verið gerðar á þessu kerfi og þá sérstaklega sú að litlir leikir sem spilarar notuðu áður til að bæta kappana eru að mestu farnir út. Þá heitir þessi spilunarhluti ekki lengur „Career Mode“ heldur hefur nafninu verið breytt í „G.O.A.T. Mode“. Nú þurfa spilarar ekki eingöngu að undirbúa sig fyrir bardaga með æfingum, heldur einnig með því að vekja athygli á samfélagsmiðlum og slíku og sanka að sér aðdáendum og höturum. Það er þó eitt alveg sérstaklega óþolandi við þennan spilunarhluta og þessi sami „galli“ var í síðasta leik. Ef bardagi við tölvuna fer í gólfið og tölvan reynir að hengja þig eða neyða til að gefast upp með öðru bragði, mun hún gera það. Það virðist ómögulegt að koma í veg fyrir það. Svo geta spilarar auðvitað barist á netinu í einstökum bardögum eða í Ultimate Team.Eins og með aðra UFC leiki er ég ekki viss um að ég muni verja miklum tíma í að eltast við að búa til hinn fullkomna bardagamann, berjast mikið á netinu eða nýta aðra spilunarhluta leiksins. Hins vegar, þegar einhver kemur í heimsókn mun það fyrsta sem ég geri vera að bjóða honum að taka nokkur „round“ í UFC.Samantekt-ish UFC 3 er að mörgu leyti betri en UFC 2. Þeir sem voru ánægðir með hann ættu ekki að eiga í vandræðum með að kunna við þennan. Hann lítur mjög vel út og hljómar einnig. Standandi bardagar eru frábærir. Hraðir og skemmtilegir. Bardagar í gólfinu eru hins vegar ekki jafn góðir og það hefði mátt taka eitthvað á þeim.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira