Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:31 Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést. Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira