Valdís Þóra: Ég fann ekki fyrir stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 09:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir stendur vel að vígi eftir góða spilamennsku á LPGA-móti í Ástralíu sem hófst í gærkvöldi. Valdís spilaði á pari vallarins og er á meðal 50 efstu keppenda. „Hringurinn var nokkuð góður fyrir utan sautjándu holuna þar sem ég fór í tjörn. Ég fékk víti þar,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í morgun. „Ég missti líka nokkur pútt en heilt yfir var ég að slá vel og kom mér í helling af færum.“ Valdís Þóra er að keppa á sínu öðru LPGA-móti en hún tók einnig þátt á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. Valdís Þóra vann sér þátttökurétt á þessu móti með því að vinna forkeppni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig og gaman að vera hér. Ég ekki ekki fyrir miklu stressi, ekki miðað við hvernig ég var á opna bandaríska í fyrra. Ég bý að þeirri reynslu í dag.“ Valdís er sem stendur í 46. sæti á mótinu og stefnir á að vera á meðal 70 efstu sem komast í gegnum niðurskurðinn. „Ég vil spila mitt golf áfram. Ég er að gera góða hluti og ég vil hafa gaman að þessu,“ sagði hún. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig að keppa á sama móti en þetta er í fyrsta sinn sem þær keppa á sama móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía spilaði á tveimur yfir pari og er í 75. sæti eftir fyrsta hring. „Ég hitti hana í gær og við vorum ánægðar að sjá hverja aðra. Við veitum hvorri annarri stuðning og viljum að hinni gangi vel.“ Golf Tengdar fréttir Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06 Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir stendur vel að vígi eftir góða spilamennsku á LPGA-móti í Ástralíu sem hófst í gærkvöldi. Valdís spilaði á pari vallarins og er á meðal 50 efstu keppenda. „Hringurinn var nokkuð góður fyrir utan sautjándu holuna þar sem ég fór í tjörn. Ég fékk víti þar,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í morgun. „Ég missti líka nokkur pútt en heilt yfir var ég að slá vel og kom mér í helling af færum.“ Valdís Þóra er að keppa á sínu öðru LPGA-móti en hún tók einnig þátt á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. Valdís Þóra vann sér þátttökurétt á þessu móti með því að vinna forkeppni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig og gaman að vera hér. Ég ekki ekki fyrir miklu stressi, ekki miðað við hvernig ég var á opna bandaríska í fyrra. Ég bý að þeirri reynslu í dag.“ Valdís er sem stendur í 46. sæti á mótinu og stefnir á að vera á meðal 70 efstu sem komast í gegnum niðurskurðinn. „Ég vil spila mitt golf áfram. Ég er að gera góða hluti og ég vil hafa gaman að þessu,“ sagði hún. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig að keppa á sama móti en þetta er í fyrsta sinn sem þær keppa á sama móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía spilaði á tveimur yfir pari og er í 75. sæti eftir fyrsta hring. „Ég hitti hana í gær og við vorum ánægðar að sjá hverja aðra. Við veitum hvorri annarri stuðning og viljum að hinni gangi vel.“
Golf Tengdar fréttir Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06 Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06
Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12