Rory í ráshóp með Tiger: Alltaf gaman að spila með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:45 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Það er heldur betur boðið upp á súperráshóp á fyrstu tveimur keppnisdögum opna Genesis golfmótsins á PGA-mótaröðinni sem hefst í kvöld og verður í beinni á Golfstöðinni. Tiger Woods er að spila á mótinu og með honum í þessum súper ráshóp eru þeir Rory McIlroy og Justin Thomas. Woods er allur að koma til eftir síðustu bakaðgerðina sína í apríl og það bíða margir golfáhugamenn spenntir eftir að sjá hann spila næstu dagana.Tiger. Rory. JT. 4 #FedExCup trophies 99 PGA TOUR victories 1 incredible group Watch them Thursday on @PGATOURLIVE. pic.twitter.com/0ofoET6Cht — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Justin Thomas var efstur á peningarlista PGA-mótaraðarinnar á síðasta ári, Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla og verið í 683 vikur á toppi heimslistans og Rory McIlroy var á sínum tíma í 95 vikur á tpppi heimslistan. Rory er enn bara 28 ára gamall en hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Justin Thomas vann sitt fyrsta og eina risamót í á PGA-mótinu í fyrra. Tiger Woods hefur verið mikið frá vegna meiðsla en náði 23. sæti á fyrsta móti ársins. Rory McIlroy var ánægður með að fá að spila með átrúnargoðinu sínu. „Ég hef verið aðdáandi Tiger síðustu tuttugu árin. Ég held að allir á mínum aldri hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá honum og hvernig hann nálgaðist golfíþróttina. Hann var golfið í meira en áratug. Það er frábært að hafa fengið að kynnast honum og að geta kallað hann vin sinn,“ sagði Rory McIlroy við ESPN.This week on @PGATOURLIVE: THURSDAY 9:30 a.m. - 6 p.m. ET Woods/McIlroy/Thomas (10:22 a.m.) Mickelson/Kuchar/Fleetwood (10:32 a.m.) FRIDAY 9:30 a.m. - 8 p.m. Spieth/Chappell/Cantlay (10:22 a.m.) DJ/Scott/Watson (10:32 a.m.) Featured Holes coverage (10 and 16) begins at 3 p.m. pic.twitter.com/DaBQjgkXPB — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa spilað saman ellefu hringi á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn síðan á Mastersmótinu 2015. McIlroy lék þá á 66 höggum en Woods á 73 höggum. Woods hefur samt spilað betur á sex hringjum. „Ég man vel eftir því þegar ég hitti hann í fyrsta sinn og spilaði með honum fyrst. Það var fyrir átta eða níu árum þannig að ég er búinn að venjast því aðeins. Samt sem áður þá er alltaf gaman að fá að spila með einni af hetjunum sínum,“ sagði Rory McIlroy. Útsending Golfstöðvarinnar frá opna Genesis mótinu hefst klukkan 19.00 í dag. Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Það er heldur betur boðið upp á súperráshóp á fyrstu tveimur keppnisdögum opna Genesis golfmótsins á PGA-mótaröðinni sem hefst í kvöld og verður í beinni á Golfstöðinni. Tiger Woods er að spila á mótinu og með honum í þessum súper ráshóp eru þeir Rory McIlroy og Justin Thomas. Woods er allur að koma til eftir síðustu bakaðgerðina sína í apríl og það bíða margir golfáhugamenn spenntir eftir að sjá hann spila næstu dagana.Tiger. Rory. JT. 4 #FedExCup trophies 99 PGA TOUR victories 1 incredible group Watch them Thursday on @PGATOURLIVE. pic.twitter.com/0ofoET6Cht — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Justin Thomas var efstur á peningarlista PGA-mótaraðarinnar á síðasta ári, Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla og verið í 683 vikur á toppi heimslistans og Rory McIlroy var á sínum tíma í 95 vikur á tpppi heimslistan. Rory er enn bara 28 ára gamall en hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Justin Thomas vann sitt fyrsta og eina risamót í á PGA-mótinu í fyrra. Tiger Woods hefur verið mikið frá vegna meiðsla en náði 23. sæti á fyrsta móti ársins. Rory McIlroy var ánægður með að fá að spila með átrúnargoðinu sínu. „Ég hef verið aðdáandi Tiger síðustu tuttugu árin. Ég held að allir á mínum aldri hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá honum og hvernig hann nálgaðist golfíþróttina. Hann var golfið í meira en áratug. Það er frábært að hafa fengið að kynnast honum og að geta kallað hann vin sinn,“ sagði Rory McIlroy við ESPN.This week on @PGATOURLIVE: THURSDAY 9:30 a.m. - 6 p.m. ET Woods/McIlroy/Thomas (10:22 a.m.) Mickelson/Kuchar/Fleetwood (10:32 a.m.) FRIDAY 9:30 a.m. - 8 p.m. Spieth/Chappell/Cantlay (10:22 a.m.) DJ/Scott/Watson (10:32 a.m.) Featured Holes coverage (10 and 16) begins at 3 p.m. pic.twitter.com/DaBQjgkXPB — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa spilað saman ellefu hringi á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn síðan á Mastersmótinu 2015. McIlroy lék þá á 66 höggum en Woods á 73 höggum. Woods hefur samt spilað betur á sex hringjum. „Ég man vel eftir því þegar ég hitti hann í fyrsta sinn og spilaði með honum fyrst. Það var fyrir átta eða níu árum þannig að ég er búinn að venjast því aðeins. Samt sem áður þá er alltaf gaman að fá að spila með einni af hetjunum sínum,“ sagði Rory McIlroy. Útsending Golfstöðvarinnar frá opna Genesis mótinu hefst klukkan 19.00 í dag.
Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira