Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Fréttablaðiið Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú. Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú.
Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent