Guðmundur Ingi og Halldóra Geirharðsdóttir ráðin til LHÍ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 19:02 Halldóra og Guðmundur hafa komið víða við á löngum ferli innan sviðslistanna. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands. Ráðningar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands.
Ráðningar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira