Blása dönsku lífi í norrænu goðin með Einari Kára Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Stórsveit Reykjavíkur klár í afmælistónleikana. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, í dag kl. 16. Flutt verður verkið Ferðin til Valhallar eftir danska tónskáldið, stjórnandann og básúnuleikarann Steen Hansen. Sigurður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir að það sé mikill fengur í komu Steens. „Þetta er áhugaverður höfundur og einn af fremstu básúnuleikurum Dana um áraraðir. Maður sem starfaði lengi vel í hinni virtu Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio Big Band, og stjórnaði hljómsveitinni oft.“ Verkið sem sveitin ætlar að flytja undir stjórn Steens Hansen er í níu þáttum þar sem segir í kynngimögnuðum tónum frá helstu persónum hinnar norrænu goðafræði; Óðni, Þór, Loka, Freyju og fleirum. „Þetta stendur okkur Íslendingum nærri og Steen er svona að leitast við að draga fram persónuleika guðanna í hverjum kafla fyrir sig. Punkturinn yfir i-ið er svo að kynnir og sögumaður á tónleikunum verður Einar Kárason og hann ætlar að segja frá þessum góðu guðum. Þegar Einar talar um guðina þá verðum við öll áheyrendur og við hlökkum til að heyra það sem hann hefur að segja.“ Sigurður segir að það sé heillandi hversu fjölbreytt þessi tónlist er. „Þessi tónlist fer mjög víða. Er bæði aðgengileg og notaleg en svo er hún líka framsækin og hress. Þetta er málað í fjölbreytilegum litum.“ Þess má geta að tónleikarnir fara fram á afmælisdegi Stórsveitarinnar en hún fagnar 27 ára afmæli í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, í dag kl. 16. Flutt verður verkið Ferðin til Valhallar eftir danska tónskáldið, stjórnandann og básúnuleikarann Steen Hansen. Sigurður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir að það sé mikill fengur í komu Steens. „Þetta er áhugaverður höfundur og einn af fremstu básúnuleikurum Dana um áraraðir. Maður sem starfaði lengi vel í hinni virtu Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio Big Band, og stjórnaði hljómsveitinni oft.“ Verkið sem sveitin ætlar að flytja undir stjórn Steens Hansen er í níu þáttum þar sem segir í kynngimögnuðum tónum frá helstu persónum hinnar norrænu goðafræði; Óðni, Þór, Loka, Freyju og fleirum. „Þetta stendur okkur Íslendingum nærri og Steen er svona að leitast við að draga fram persónuleika guðanna í hverjum kafla fyrir sig. Punkturinn yfir i-ið er svo að kynnir og sögumaður á tónleikunum verður Einar Kárason og hann ætlar að segja frá þessum góðu guðum. Þegar Einar talar um guðina þá verðum við öll áheyrendur og við hlökkum til að heyra það sem hann hefur að segja.“ Sigurður segir að það sé heillandi hversu fjölbreytt þessi tónlist er. „Þessi tónlist fer mjög víða. Er bæði aðgengileg og notaleg en svo er hún líka framsækin og hress. Þetta er málað í fjölbreytilegum litum.“ Þess má geta að tónleikarnir fara fram á afmælisdegi Stórsveitarinnar en hún fagnar 27 ára afmæli í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira