„Skammist ykkar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:55 Vísir/AFP Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35