„Viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 14:15 Melkorka segir að hringurinn hafi mjög tilfinningalegt gildi. Mynd/Kristín Jónsdóttir „Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“ Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
„Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“
Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30