Lífið

Stallone róar aðdáendur og segist vera á lífi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sylvester Stallone er á lífi.
Sylvester Stallone er á lífi. vísir/getty
Kvikmyndastjarnan Sylvester Stallone sá sig knúinn til að senda aðdáendum sínum skilaboð á samfélagsmiðlum í dag og láta þá vita að hann væri á lífi og heill heilsu.

 

Ástæðan var gabb sem fór eins og eldur í sinu um internetið í dag og sagði að Stallone hefði látist úr krabbameini.  

„Sylvester Gardenzio Stallone dó snemma í morgun úr krabbameini í blöðruhálskirtli. Leikarinn leyndi sjúkdómnum en á endanum gat hann ekki sigrast á honum,“ sagði í gabbinu.

Stallone birti mynd af gabbinu á Instagram-síðu sinni og sagði aðdáendum sínum að hlusta ekki á svona rugl.

„Ég er á lífi, mér líður vel, hamingjusamur og heilbrigður. Enn að kýla!“ skrifaði Stallone við færsluna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem internet-gabb fer á kreik þar sem andlát Stallone er tilkynnt en það gerðist líka árið 2016.

Please ignore this stupidity… Alive and well and happy and healthy… Still punching!

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×