Nístingskuldi á Nýbýlavegi Baldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun