Forseti Hæstaréttar vill sem minnst af Jóni Steinari vita Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 10:53 Dómarar við Hæstarétt Íslands láta sem Jón Steinar sé ekki til. Þorgeir situr lengst til vinstri á myndinni. vefur Hæstaréttar Íslands Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“ Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“
Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30