Aron Can semur við Sony Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Það er ekki leiðinlegt hjá Aroni Can þessa dagana. Vinsælasti tónlistarmaður landsins á síðasta ári og núna samningur við plöturisann Sony. Fréttablaðið/Eyþór Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“ Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Sjá meira
Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við eitt stærsta plötufyrirtæki heimsins, Sony Music. Eftir samningaviðræður við fyrirtækið voru tveir útsendarar frá skrifstofu þess í Danmörku sendir til landsins með plögg fyrir rapparann unga að skrifa undir, sem hann og gerði. Sony mun annast dreifingu á efni hans um heiminn og er það vel fyrir Aron enda þrautreynt fólk við stjórnvölinn hjá Sony, fyrirtækið hefur enda starfað í ein 89 ár. Listamenn sem Sony hefur gefið út eru til að mynda sjálf Beyoncé, Bob Dylan, Justin Timberlake og fjöldinn allur af öðrum gríðarlega frægum tónlistarmönnum. Það er ekki beint leiðinlegur félagsskapur sem Aron er kominn í.Hvernig er tilfinningin, Aron? „Geggjuð. Þetta er alveg geðveikt skref og klárlega eitthvað sem er mjög gott fyrir okkur. Það er ekki spurning að þetta opnar fyrir okkur margar dyr. Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess.“Föstudagurinn var góður hjá Aroni og Sony-liðar mættu með kampavín.Þú hefur kannski verið að plana að fara út alveg frá byrjun? „Kannski ekki alveg frá byrjun, en maður sá hvernig hlutirnir þróuðust hjá okkur og hvað allt gekk hratt. Við kláruðum í raun allt á ári – það er ekkert það mikið eftir. Ég fór bara að pæla í hvort við vildum ekki eitthvað meira, því að við erum hungraðir.“Hefurðu fundið fyrir miklum áhuga að utan? „Já, ég hef fengið tilboð um að spila á Norðurlöndunum. Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að. Eitthvert fólk sem skilur ekkert hvað ég er að segja en nær samt að „væba“.“ Aðspurður hvort ný útgáfa sé á leiðinni segir hann dularfullur: „Já?… bráðum.“
Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Sjá meira