Þurfum bara að setja upp fána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Gunnar Dagur er niðri og Ísak Einir uppi. Þeir segja heitt og notalegt í húsinu. Vísir/Vilhelm Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif. Krakkar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif.
Krakkar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira