Alda Hrönn: LÖKE-málið tók á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 09:00 Skjólstæðingur Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum treysti sér ekki til að fara með gögn um leka lögreglumanns á gögnum um almenna borgara til lögreglunnar. Visir/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir er komin aftur til starfa til lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar starfaði hún áður en hún var lánuð yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lögreglustjóri embættisins. Síðustu ár hennar í starfi hafa einkennst af átökum í kjölfar mikilla breytinga sem gerðar voru á verklagi og skipulagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá sérstaklega í málum sem varða heimilisofbeldi, kynferðisbrot og mansal. Alda Hrönn segist stolt þegar hún lítur yfir farinn veg. Og að þótt hún hafi oft á ferlinum verið alveg að niðurlotum komin vegna álags og mótlætis þá sé starfið henni mikilvægt. Það hafi aldrei komið til greina að gefast upp, það brenni á henni að gera samfélagið okkar betra, fyrir alla. Grunnurinn lagður í byrjun Alda Hrönn var laganemi við Háskóla Íslands þegar hún fékk starf í sumarafleysingum hjá lögreglunni í Hafnarfirði. „Eldri bróðir minn var sumarafleysingamaður hjá lögreglunni og mér fannst þetta spennandi. Svo þótti þetta eftirsóknarvert starf með lögfræðinámi. Þetta var skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið,“ segir Alda Hrönn sem hóf störf hjá lögreglunni sumarið 1999. „Maður fékk eiginlega að gera allt. Á þessum tíma var töluvert af ómenntuðu fólki við störf. Ég fór því í útköll og fékk að spreyta mig í aðstæðum á vettvangi. Ég man vel eftir fyrstu útköllunum og þegar ég horfi til baka þá held ég að grunnurinn hafi verið lagður þarna þegar ég byrjaði. Ég þurfti stundum að fara inn á heimili fólks í erfiðar aðstæður og það snerti mig,“ segir hún. Lét margt yfir sig ganga Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, starfaði á sama tíma og Alda Hrönn í afleysingum. Hún steig fram á síðasta ári og greindi frá kynferðislegri áreitni sem hún var beitt af eldri samstarfsfélaga sínum. „Það er ekkert launungarmál að kynferðisleg áreitni þrífst í lögreglunni rétt eins og annars staðar og ungar konur eru varnarlausari. Við Margrét Gauja unnum á sama tíma í afleysingum í Hafnarfirði. Á þessum tíma var ég mjög upptekin, eins og margar aðrar ungar konur, af að falla í hópinn. Ég vildi standa mig og lét margt yfir mig ganga sem mér í dag þætti alls ekki í lagi. Þetta á ekki bara við um mig sjálfa heldur það sem ég varð vitni að. #metoo-átakið er þess vegna svo gott. Því það hefur leitt til vitundarvakningar. Ekki bara hjá þeim sem beita ofbeldi og áreitni. Heldur líka þeim sem verða vitni að slíku, og geta skorist í leikinn. Við sem samfélag líðum þetta ekki lengur. Ég hef margoft orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Ekki bara í störfum mínum hjá lögreglunni heldur líka þegar ég æfði íþróttir. #metoo-átakið hefur einmitt leitt í ljós að langflestar konur verða fyrir áreitni og ofbeldi í samfélaginu,“ segir Alda Hrönn og bendir á að stétt eða staða skipti engu máli hvað það varðar. Misboðið og sagði upp Alda Hrönn hóf strax störf hjá sýslumanninum í Hafnarfirði eftir útskrift, þar starfaði hún í nokkur ár þar til leið hennar lá til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það var um áramótin 2006-2007 en þá var sameining embættanna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum tíma var verið að stofna kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ég var lögfræðingur þeirrar deildar. Ég hafði mikinn metnað fyrir þróun deildarinnar og starfaði að henni í níu mánuði. Ég var hins ekki ánægð með þær skipulagsbreytingar sem urðu þar, þannig að ég ákvað að hætta. Ég sagði bara upp,“ segir Alda Hrönn. Hvað var það sem truflaði þig svo mikið að þú ákvaðst að hætta? „Við vorum tvær í nýrri deild, svokallaðri rannsóknareiningu ákærusviðs, sem sögðum upp því okkur var misboðið. Vorum mikið búnar að vera í samræðum við nýjan lögreglustjóra, Stefán Eiríksson, um þróun deildarinnar. Við vorum þrjár konur og tveir karlar sem vorum reynslumest í deildinni. Stefán sagði okkur að sennilega yrði flatt skipurit, enginn yfir öðrum. Ef breyting yrði á myndi verða auglýst í þær stöður svo allir hefðu möguleika á að sækja um. Þegar á reyndi var það ekki þannig. Það var búið að ákveða að karlmennirnir tveir fengju stöðurnar sem voru í boði. Við þrjár, konurnar í deildinni, fengum þær ekki og ekki heldur möguleika á að sækja um þær. Stöðurnar voru ekki auglýstar. Við vorum tvær sem sögðum upp. Í framhaldinu var skipulagi á ákærusviði breytt.“ Á þessum tímapunkti ætlaði Alda Hrönn að hætta alfarið í lögreglunni. „Ég hafði val. Vildi ég sætta mig við ákvörðun lögreglustjóra eða ekki? Ég ákvað að hætta og sótti um ýmsar stöður. Einhvern veginn heillaði ekkert mig nógu mikið. Þá fékk ég tilboð frá lögreglunni á Suðurnesjum og ég ákvað að slá til,“ segir Alda Hrönn frá. Hún hafði mikinn metnað til að bæta verklag í kynferðisbrotamálum á þessum tíma sem hún vann að þróun deildarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég sá tækifæri til að láta gott af mér leiða. Á þeim mánuðum sem ég hafði starfað í nýrri kynferðisbrotadeild breyttum við verklagi. Til dæmis fórum við að nota gæsluvarðhald með virkum hætti. Ég hafði löngun til að halda áfram þessarri vegferð og þess vegna fannst mér heillandi að fara til starfa hjá lögreglunni á Suðurnesjum,“ segir Alda Hrönn. Blaðamannafundur vegna mansalsmálsins árið 2009. Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þá staðgengill lögreglustjóra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Arnar Jensson, sem þá var aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá EUROPOL. Fréttablaðið/GVA Góður mannafli á Suðurnesjum Þegar hún fór til starfa á Suðurnesjum var sameining embætta nýafstaðin. „Slíkt er alltaf erfitt í byrjun en á Suðurnesjum græddum við á því. Mannaflinn þar er mjög góður. Það er líklega vegna þess að í teyminu starfar mikið af fólki sem býr á svæðinu. Því þykir vænt um Suðurnesin og er tilbúið að leggja mikið á sig. Þetta er ekki stórt lögreglulið en getur flest. Það er öðruvísi að starfa í litlu samfélagi, hluttekningin er meiri. Nálægðin skiptir máli.“ Margt stendur upp úr frá tíma Öldu Hrannar á Suðurnesjum á þessum árum. Kreppan lék Nesin grátt. Félagslegur vandi varð meiri. Á þessum árum tókst Alda Hrönn á við þung og stór mál. „Mál föður sem braut á dóttur sinni var erfitt. Dómurinn varð einn sá þyngsti sem féll í kynferðisbrotamáli á Íslandi á þessum tíma. Þessi mál eru alltaf erfið og reyna á,“ segir hún. Stór og þung mál Annað eftirminnilegt mál er stórt mansalsmál sem tengdist glæpasamtökum í Litháen og kom upp árið 2009. Alda Hrönn og félagar hennar í lögreglunni á Suðurnesjum unnu sleitulaust að rannsókn málsins. Nítján ára litháísk stúlka fylltist ofsahræðslu í flugvél á leið til Íslands. Í ljós kom að hún var svipt frelsi af mönnunum sem fluttu hana til landsins og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega eða að selja hana í vændi. Málið var gríðarlega stórt í sniðum og krafðist alþjóðlegs samstarfs. Á endanum voru fimm Litháar dæmdir, einn í fimm ára fangelsi og fjórir í fjögurra ára fangelsi, fyrir mansal. Þetta er fyrsti og eini dómurinn hér á landi þar sem sakfellt er fyrir mansal. „Það var mjög mikil vinna sem fór í þetta mál hjá okkur öllum, skýrslur og upplýsingar að utan komu gjarnan á kvöldin og það þurfti að vinna úr þeim. Þarna sannaðist hversu góður mannaflinn var á Suðurnesjum, samstilltur hópur. Á þessum tíma lærðum við mikið, Sigríður Björk var þá komin til Suðurnesja og var lögreglustjóri. Hún lagði mikið upp úr endurmenntun og sendi mig til dæmis áður en þetta mál kom upp á mína fyrstu ráðstefnu um mansal í Vín. Það kom sér vel.“ Hvað varð um stúlkuna sem var þolandi? „Ég veit ekki nákvæmlega hvar hún er í dag. Það er erfitt að vinda ofan af svona ofbeldi og áföllum. Síðast þegar ég frétti af henni, þá voru það góðar fréttir. En maður lærir líka að sleppa tökunum. Mestu máli skipti á þessum tíma að bjarga lífi hennar hreinlega, henni og fleiri vitnum stafaði veruleg hætta af þessum mönnum sem voru dæmdir.“ Jaðarsett burðardýr Hún segir að þótt þessi stóru, þungu mál séu eftirminnileg séu líka mörg smærri mál henni mikilvæg. „Minni málin sem hljóta farsælan endi. Þeim man ég líka vel eftir. Þar sem til dæmis konur og börn voru í erfiðum aðstæðum en þegar gripið var inn í rættist úr. Ég hef líka verið í mörgum málum sem lúta að skipulagðri brotastarfsemi og innflutningi fíkniefna. Þótt mál séu mismunandi að umfangi þá er lögreglan alltaf að fást við fólk. Fólk, sem einu sinni var börn og oftar en ekki bjó við erfiðar aðstæður og leiðist út í neyslu og afbrot,“ segir Alda Hrönn og tekur dæmi um burðardýr. Nýverið tjáði sig fíkniefnasali í þættinum Burðardýrin sem sýndur er á Stöð 2 og sagði burðardýr oft bara venjulegt fólk. „Þetta er fólk sem er í erfiðri stöðu. Hefur verið jaðarsett eða er í einhverri neyð. Fólk fæðist ekki vont. Það er eitthvað sem gerist sem verður til þess að fólk ratar þessa leið. Það er oft hægt að koma í veg fyrir það,“ segir Alda Hrönn. Samhugur um breytingar Mikill árangur varð af starfi lögregluliðsins á Suðurnesjum á þessum árum frá efnahagshruni til ársins 2014. „Við breyttum verklagi í ofbeldismálum og frá því að við breyttum því fengum við ekki sýknu í þeim málum til ársins 2014. Eitthvað vorum við að gera rétt. Ég held það hafi verið í krafti smæðarinnar sem breytingarnar gengu vel fyrir sig á Suðurnesjum. Allir voru með okkur í verkefninu og tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Félagsþjónustan og barnaverndin til dæmis. Við vorum ekki að þróa byltingarkenndar aðferðir, bara breyta nálgun og nýta þær heimildir og úrræði sem við höfðum. En þegar samhugur verður um að koma breytingum í gegn eins og gerðist á Suðurnesjum þá er það mjög dýrmætt samfélaginu.“ Alda Hrönn var fyrsti aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Mótlæti og kvenfyrirlitning Flutningur í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom henni að óvörum. „Við vorum á fullum krafti. Það var enginn á leiðinni neitt þar til kallið kom til Sigríðar Bjarkar með engum fyrirvara árið 2014. Það liðu aðeins fáeinar vikur og þá vorum við nokkur frá Suðurnesjum komin til starfa í Reykjavík. Hluti af flutningi Sigríðar Bjarkar til Reykjavíkur fólst í því að innleiða verklagið frá Suðurnesjum. Til þess að geta gert það tók hún mig með sér. Hún fékk mig lánaða til embættisins í eitt ár. Ég starfaði fyrst sem aðstoðarlögreglustjóri. Að ári liðnu var lánið framlengt í annarri stöðu, aðallögfræðingi embættisins. Lánið rann út 1. október síðastliðinn og þá þurfti ég að velja hvað ég vildi gera. Ég valdi að fara aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Alda Hrönn en átök innan embættisins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Skipulagsbreytingar þóttu umdeildar og þær áherslubreytingar sem Sigríður Björk mælti fyrir og sneru til að mynda að aukinni áherslu á heimilisofbeldismál. Í skjóli valds og úreldra viðhorfa Alda Hrönn lýsti einnig í langri færslu á Facebook í tilefni #meetoo-átaksins karllægri menningu, fyrirlitningu og áreitni: „Almennt og ítrekað er gert lítið úr reynslu okkar, gert lítið úr þekkingu okkar og vísað til kynferðis, allt í skjóli valds og gamalla úreldra viðhorfa. Ef við, kvenkyns starfsmenn, fáum stöðuveitingu er svo tíðrætt um „hjá hverjum svaf hún eiginlega?“ og með því verið að vísa til þess að við höfum ekki áunnið okkur störf vegna eigin verðleika heldur á kynferðis tengdum forsendum. Svo er það hitt, kynferðisleg- og kynbundin áreitni og kvenfyrirlitning viðgengst nú sem áður og mikil þöggun er til staðar innan kerfisins og lögreglunnar um þá háttsemi.“ Hún nefndi sérstaklega eitt atvik þar sem karlkyns stjórnandi kallaði hana „kerlingartussu“ fyrir framan marga starfsmenn sem heyrðu undir hana. Þá hafi hún ítrekað verið áreitt kynferðislega. „Áreitnin fólst í því að gera lítið úr athugasemdum mínum á fundum, setja út á klæðaburð minn, mér var líkt við vændiskonu, hann vitnaði til þess að til væru dónapóstar um mig og fleira í þeim dúr. Það versta var að allir þessir atburðir gerðust í áheyrn annarra stjórnenda, oft á tíðum á fjölmennum fundum og það án þess að nokkuð væri að gert, enginn sagði neitt og viðkomandi átti marga viðhlæjendur.“ Ber ekki kala til neins Þessu lýsti Alda Hrönn eftir að hún lét af störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ber ekki kala til neins. Ég ætla hins vegar ekki að vera meðvirk með þeim aðilum sem sýna af sér svona hegðun eða sýna konum fyrirlitningu. Það verður að vera hægt að taka á þessu. Það verður líka að gera breytingar í lögreglunni rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Það hefur verið lítið gert úr lýsingum kvenna af kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar. Bæði af konum og körlum. Til dæmis í kjölfar skýrslu sem kom út fyrir nokkrum árum um kynferðislega áreitni innan lögreglunnar. Það er ekki endalaust hægt að segja „þetta er ekki satt“. Þetta er satt. Ég var sjálf í lögreglunni. Ég veit hvað er verið að tala um.“ Alda Hrönn segir að þær breytingar sem voru gerðar á áherslu og verklagi hafi líka mætt mótstöðu. „Auðvitað er þetta að sumu leyti eðlilegt. Fólk er hrætt við breytingar. En þetta er líka menning sem hefur myndast á vinnustaðnum. Það er til dæmis ekki sama menning á Suðurnesjum. Sigríður Björk var fyrsti kvenlögreglustjórinn í Reykjavík. Ég var fyrsti kvenaðstoðarlögreglustjórinn. Sumir vildu kalla áherslur okkar „mjúk mál“. Það er fjarstæða. Þetta eru hörðu málin, varða fólkið og börnin sem eru framtíðin.“ Alda Hrönn segir mótlætið hafa reynt á. „Mótlætið sem við mættum var stundum fyrirstaða,“ segir hún. Ekki hafi alltaf verið farið eftir nýju verklagi. Þá hafi einnig verið deilt á nýjar áherslur. Nú geri það fáir. Enda hafi árangurinn verið góður. „Rannsóknir sýna það að breytingarnar voru til góðs. Þolendur benda sjálfir á þetta. Loksins hafi þeir fengið hjálp.“ Alda Hrönn segir þörf á gagngerum breytingum á menningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún lýsir mótstöðu við innleiðingu á breyttu verklagi og megnri kvenfyrirlitningu.Visir/Stefán Kom ekki til greina að gefast upp Alda Hrönn segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp. „Áreitnin og mótlætið, karlamenningin. Landssamband lögreglumanna vann gegn okkur. Það var við afl að etja. Þetta er mjög lýjandi til lengdar. Ég hefði aldrei nennt þessu ef starfið væri ekki svona gefandi. Það kom aldrei til greina að gefast upp og árangurinn talar sínu máli. Ég er stolt af honum. Þetta var mjög „töff“ tími og mótaði mig. Sem manneskju og starfsmann. Ég er mjög einbeitt í því hvað ég vil gera, hvað ekki. Ég er líka gersamlega óhrædd við að tjá mig um þessi málefni.“ Það sem reyndi mest á Öldu Hrönn var hins vegar svokallað LÖKE-mál. Hún var send í leyfi frá störfum í október 2016 eftir að settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar. Öldu Hrönn var gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á gagnaleka lögreglumanns úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Sá lögreglumaður var sakfelldur í Hæstarétti Íslands fyrir að hafa greint vini sínum frá því á Facebook að hann hefði verið skallaður af ungum dreng við skyldustörf. Áður var lögreglumaðurinn ákærður fyrir að fletta upp konum í LÖKE, frá árinu 2007 til 2013, og deila upplýsingum um þær í lokuðum Facebook-hópi með starfsmanni símafyrirtækis og lögmanni. Sá hluti ákærunnar var felldur niður og þótti ekki studdur gögnum. Nýverið staðfesti Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál gegn Öldu Hrönn. Í niðurstöðu Boga kemur fram að hvorki lögreglustjórinn á Suðurnesjum né embætti ríkissaksóknara, sem Alda Hrönn hafði leitað samráðs við í málinu, hafi beint málinu í farveg til samræmis við ákvæði lögreglulaga. Þá hafi rannsókn málsins ekki verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli, enda í samráði við embætti ríkissaksóknara eða samkvæmt fyrirmælum embættisins. Bogi bendir á að annmarkar hafi verið í upphafi rannsóknar í framhaldi af móttöku ábendingar og móttöku rannsóknargagna um háttsemi lögreglumanna. Þeir annmarkar hafi þó ekki varðað við almenn hegningarlög. Málið byrjaði hjá Stígamótum Alda Hrönn hefur frá upphafi vísað á bug þeim ásökunum sem voru tilefni rannsóknarinnar. Aðkoma hennar hafi einfaldlega fallið undir starfsskyldur hennar sem löglærður fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ég þekki ekki þá manneskju sem upphaf málsins er rakið til. En sú hin sama treysti ekki lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún leitaði til Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Guðrún hafði svo samband við mig og bað mig um að hitta sig. Hún væri með mál sem hún þyrfti að ráðfæra sig við mig um. Þetta var stuttur fundur. Ég hitti hana og segi náttúrulega við hana að við getum ekkert gert nema vera með einhver gögn í höndunum. Guðrún greinir mér frá því hvað skjólstæðingur hennar sýndi henni,“ segir Alda Hrönn og segir að skjólstæðingurinn hafi síðan tekið ákvörðun um að láta gögnin til lögreglunnar. Stígamót hafi verið milliliður. „Þegar ég er búin að hitta Guðrúnu þá læt ég ríkissaksóknara vita. Segi frá efni fundarins og hvort það sé vilji til þess hjá embættinu að ég nái í gögnin. Það er vilji til þess hjá ríkissaksóknara. Ég fer því og sæki þau og fer með á Suðurnes. Þangað skila ég þeim. Í framhaldinu er haldinn fundur yfirmanna og ákveðið í samráði við ríkissaksóknara að greina málið frekar. Ég hafði engin afskipti af málinu á meðan það var í greiningu. Og sá reyndar aldrei gögnin þótt ég hefði komið þeim til skila.“ Þarf að taka hart á leka Hún bendir á að ábendingar almennra borgara um leka úr LÖKE eigi að taka alvarlega. Lögreglumenn eiga að bera þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfsins og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Hún hefur lengi verið talsmaður þess að breyta umgjörð kerfisins. „Ég veit að það er mikill vilji hjá ríkislögreglustjóra til að gera það. Þetta er alltaf spurning um hverju lögreglumenn þurfa að hafa aðgang að, vinnu sinnar vegna, og hvaða upplýsingar þurfi að vernda. Við þurfum að gæta þagmælsku. Það þarf auðvitað að taka hart á því ef upplýsingar eru misnotaðar, þeim lekið eða eitthvað slíkt,“ segir Alda Hrönn. Hún segist furða sig á því hvers vegna hún hafi verið tekin fyrir í málinu. Rannsókn setts héraðssaksóknara stóð í fyrstu í fjóra mánuði og á meðan var Alda Hrönn í leyfi. Rannsóknin var tekin upp aftur vegna vanhæfis lögreglumanns sem rannsakaði málið. Hann tjáði sig um þær sakir sem bornar voru á Öldu Hrönn á Facebook-síðu hennar og sagði að honum hefði verið „fljótt ljóst, að kærur þessar varðandi ætluð brot af hálfu Öldu Hrannar, voru með öllu tilhæfulausar og hefði þessum málum átt að ljúka mun fyrr en raunin varð.“ Hófst þá önnur rannsókn sem stóð í um 12 mánuði. „Þetta reyndi á mig og alla í kringum mig líka. Ég held að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar þar sem persóna er tekin fyrir með þessum hætti. Ég veit að ég gerði ekkert rangt. Þó að við getum alltaf farið yfir verkferlana og gert betur. Þetta var fyrir margra hluta sakir ótrúlega erfitt, og ég velti því oft fyrir mér af hverju ég væri í lögreglunni. Hvort það væri virkilega þess virði. Maður stendur einn þegar svona kemur upp, en lærir af því. Ég hef samt skilning á að fólk leiti réttar síns, finnist því á sér brotið. En ég var kærð fyrir brot gegn nærri því öllum lagabálki íslenska lýðveldisins. Niðurstaðan varð sú að engin sérrefsilagaákvæði né heldur refsiákvæði almennra hegningarlaga hafi komið til álita önnur en ákvæði 132. gr. sem rannsóknin leiddi í ljós að ég hefði ekki brotið gegn.“ Þekkir umkomuleysið Alda Hrönn ætlar að reyna að nýta sér reynsluna af LÖKE-málinu. „Ég veit núna hvernig er að vera í þessari stöðu. Að vera sakborningur. Ég þekki umkomuleysið og veit hvað það skiptir miklu máli að óvissan vari sem styst. Nú eru liðin tvö ár síðan ég var kærð. Þessi tími var erfiður og það hefði verið heppilegra fyrir alla að rannsóknin hefði tekið styttri tíma. Ég hef ekki getað tjáð mig um málsástæður og geri það reyndar ekki að fullu enn,“ segir hún. „Ég er opinber starfsmaður sem er bundinn þagnarskyldu og get því illa svarað fyrir þær ásakanir sem ég hef ítrekað orðið fyrir í þessu máli nema að verulega litlu leyti opinberlega. Niðurstaðan er hins vegar skýr, ég braut ekki af mér. Ég tel mig samt ekki vera neitt fórnarlamb í þessu máli. Lífið er ekkert alltaf auðvelt, það lofaði því enginn. Ég vil samt geta rætt málin og er ekki smeyk við það. Svona er þetta bara. Mín störf eru ekkert hafin yfir gagnrýni en ég geri ávallt mitt besta. Störf mín fyrir lögregluna á Suðurnesjum eiga hug minn allan núna. Það er gott að vera hluti af því að breyta og bæta kerfið.“ Lögreglan Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir er komin aftur til starfa til lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar starfaði hún áður en hún var lánuð yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lögreglustjóri embættisins. Síðustu ár hennar í starfi hafa einkennst af átökum í kjölfar mikilla breytinga sem gerðar voru á verklagi og skipulagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá sérstaklega í málum sem varða heimilisofbeldi, kynferðisbrot og mansal. Alda Hrönn segist stolt þegar hún lítur yfir farinn veg. Og að þótt hún hafi oft á ferlinum verið alveg að niðurlotum komin vegna álags og mótlætis þá sé starfið henni mikilvægt. Það hafi aldrei komið til greina að gefast upp, það brenni á henni að gera samfélagið okkar betra, fyrir alla. Grunnurinn lagður í byrjun Alda Hrönn var laganemi við Háskóla Íslands þegar hún fékk starf í sumarafleysingum hjá lögreglunni í Hafnarfirði. „Eldri bróðir minn var sumarafleysingamaður hjá lögreglunni og mér fannst þetta spennandi. Svo þótti þetta eftirsóknarvert starf með lögfræðinámi. Þetta var skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið,“ segir Alda Hrönn sem hóf störf hjá lögreglunni sumarið 1999. „Maður fékk eiginlega að gera allt. Á þessum tíma var töluvert af ómenntuðu fólki við störf. Ég fór því í útköll og fékk að spreyta mig í aðstæðum á vettvangi. Ég man vel eftir fyrstu útköllunum og þegar ég horfi til baka þá held ég að grunnurinn hafi verið lagður þarna þegar ég byrjaði. Ég þurfti stundum að fara inn á heimili fólks í erfiðar aðstæður og það snerti mig,“ segir hún. Lét margt yfir sig ganga Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, starfaði á sama tíma og Alda Hrönn í afleysingum. Hún steig fram á síðasta ári og greindi frá kynferðislegri áreitni sem hún var beitt af eldri samstarfsfélaga sínum. „Það er ekkert launungarmál að kynferðisleg áreitni þrífst í lögreglunni rétt eins og annars staðar og ungar konur eru varnarlausari. Við Margrét Gauja unnum á sama tíma í afleysingum í Hafnarfirði. Á þessum tíma var ég mjög upptekin, eins og margar aðrar ungar konur, af að falla í hópinn. Ég vildi standa mig og lét margt yfir mig ganga sem mér í dag þætti alls ekki í lagi. Þetta á ekki bara við um mig sjálfa heldur það sem ég varð vitni að. #metoo-átakið er þess vegna svo gott. Því það hefur leitt til vitundarvakningar. Ekki bara hjá þeim sem beita ofbeldi og áreitni. Heldur líka þeim sem verða vitni að slíku, og geta skorist í leikinn. Við sem samfélag líðum þetta ekki lengur. Ég hef margoft orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Ekki bara í störfum mínum hjá lögreglunni heldur líka þegar ég æfði íþróttir. #metoo-átakið hefur einmitt leitt í ljós að langflestar konur verða fyrir áreitni og ofbeldi í samfélaginu,“ segir Alda Hrönn og bendir á að stétt eða staða skipti engu máli hvað það varðar. Misboðið og sagði upp Alda Hrönn hóf strax störf hjá sýslumanninum í Hafnarfirði eftir útskrift, þar starfaði hún í nokkur ár þar til leið hennar lá til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það var um áramótin 2006-2007 en þá var sameining embættanna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum tíma var verið að stofna kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ég var lögfræðingur þeirrar deildar. Ég hafði mikinn metnað fyrir þróun deildarinnar og starfaði að henni í níu mánuði. Ég var hins ekki ánægð með þær skipulagsbreytingar sem urðu þar, þannig að ég ákvað að hætta. Ég sagði bara upp,“ segir Alda Hrönn. Hvað var það sem truflaði þig svo mikið að þú ákvaðst að hætta? „Við vorum tvær í nýrri deild, svokallaðri rannsóknareiningu ákærusviðs, sem sögðum upp því okkur var misboðið. Vorum mikið búnar að vera í samræðum við nýjan lögreglustjóra, Stefán Eiríksson, um þróun deildarinnar. Við vorum þrjár konur og tveir karlar sem vorum reynslumest í deildinni. Stefán sagði okkur að sennilega yrði flatt skipurit, enginn yfir öðrum. Ef breyting yrði á myndi verða auglýst í þær stöður svo allir hefðu möguleika á að sækja um. Þegar á reyndi var það ekki þannig. Það var búið að ákveða að karlmennirnir tveir fengju stöðurnar sem voru í boði. Við þrjár, konurnar í deildinni, fengum þær ekki og ekki heldur möguleika á að sækja um þær. Stöðurnar voru ekki auglýstar. Við vorum tvær sem sögðum upp. Í framhaldinu var skipulagi á ákærusviði breytt.“ Á þessum tímapunkti ætlaði Alda Hrönn að hætta alfarið í lögreglunni. „Ég hafði val. Vildi ég sætta mig við ákvörðun lögreglustjóra eða ekki? Ég ákvað að hætta og sótti um ýmsar stöður. Einhvern veginn heillaði ekkert mig nógu mikið. Þá fékk ég tilboð frá lögreglunni á Suðurnesjum og ég ákvað að slá til,“ segir Alda Hrönn frá. Hún hafði mikinn metnað til að bæta verklag í kynferðisbrotamálum á þessum tíma sem hún vann að þróun deildarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég sá tækifæri til að láta gott af mér leiða. Á þeim mánuðum sem ég hafði starfað í nýrri kynferðisbrotadeild breyttum við verklagi. Til dæmis fórum við að nota gæsluvarðhald með virkum hætti. Ég hafði löngun til að halda áfram þessarri vegferð og þess vegna fannst mér heillandi að fara til starfa hjá lögreglunni á Suðurnesjum,“ segir Alda Hrönn. Blaðamannafundur vegna mansalsmálsins árið 2009. Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þá staðgengill lögreglustjóra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Arnar Jensson, sem þá var aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá EUROPOL. Fréttablaðið/GVA Góður mannafli á Suðurnesjum Þegar hún fór til starfa á Suðurnesjum var sameining embætta nýafstaðin. „Slíkt er alltaf erfitt í byrjun en á Suðurnesjum græddum við á því. Mannaflinn þar er mjög góður. Það er líklega vegna þess að í teyminu starfar mikið af fólki sem býr á svæðinu. Því þykir vænt um Suðurnesin og er tilbúið að leggja mikið á sig. Þetta er ekki stórt lögreglulið en getur flest. Það er öðruvísi að starfa í litlu samfélagi, hluttekningin er meiri. Nálægðin skiptir máli.“ Margt stendur upp úr frá tíma Öldu Hrannar á Suðurnesjum á þessum árum. Kreppan lék Nesin grátt. Félagslegur vandi varð meiri. Á þessum árum tókst Alda Hrönn á við þung og stór mál. „Mál föður sem braut á dóttur sinni var erfitt. Dómurinn varð einn sá þyngsti sem féll í kynferðisbrotamáli á Íslandi á þessum tíma. Þessi mál eru alltaf erfið og reyna á,“ segir hún. Stór og þung mál Annað eftirminnilegt mál er stórt mansalsmál sem tengdist glæpasamtökum í Litháen og kom upp árið 2009. Alda Hrönn og félagar hennar í lögreglunni á Suðurnesjum unnu sleitulaust að rannsókn málsins. Nítján ára litháísk stúlka fylltist ofsahræðslu í flugvél á leið til Íslands. Í ljós kom að hún var svipt frelsi af mönnunum sem fluttu hana til landsins og hýstu í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega eða að selja hana í vændi. Málið var gríðarlega stórt í sniðum og krafðist alþjóðlegs samstarfs. Á endanum voru fimm Litháar dæmdir, einn í fimm ára fangelsi og fjórir í fjögurra ára fangelsi, fyrir mansal. Þetta er fyrsti og eini dómurinn hér á landi þar sem sakfellt er fyrir mansal. „Það var mjög mikil vinna sem fór í þetta mál hjá okkur öllum, skýrslur og upplýsingar að utan komu gjarnan á kvöldin og það þurfti að vinna úr þeim. Þarna sannaðist hversu góður mannaflinn var á Suðurnesjum, samstilltur hópur. Á þessum tíma lærðum við mikið, Sigríður Björk var þá komin til Suðurnesja og var lögreglustjóri. Hún lagði mikið upp úr endurmenntun og sendi mig til dæmis áður en þetta mál kom upp á mína fyrstu ráðstefnu um mansal í Vín. Það kom sér vel.“ Hvað varð um stúlkuna sem var þolandi? „Ég veit ekki nákvæmlega hvar hún er í dag. Það er erfitt að vinda ofan af svona ofbeldi og áföllum. Síðast þegar ég frétti af henni, þá voru það góðar fréttir. En maður lærir líka að sleppa tökunum. Mestu máli skipti á þessum tíma að bjarga lífi hennar hreinlega, henni og fleiri vitnum stafaði veruleg hætta af þessum mönnum sem voru dæmdir.“ Jaðarsett burðardýr Hún segir að þótt þessi stóru, þungu mál séu eftirminnileg séu líka mörg smærri mál henni mikilvæg. „Minni málin sem hljóta farsælan endi. Þeim man ég líka vel eftir. Þar sem til dæmis konur og börn voru í erfiðum aðstæðum en þegar gripið var inn í rættist úr. Ég hef líka verið í mörgum málum sem lúta að skipulagðri brotastarfsemi og innflutningi fíkniefna. Þótt mál séu mismunandi að umfangi þá er lögreglan alltaf að fást við fólk. Fólk, sem einu sinni var börn og oftar en ekki bjó við erfiðar aðstæður og leiðist út í neyslu og afbrot,“ segir Alda Hrönn og tekur dæmi um burðardýr. Nýverið tjáði sig fíkniefnasali í þættinum Burðardýrin sem sýndur er á Stöð 2 og sagði burðardýr oft bara venjulegt fólk. „Þetta er fólk sem er í erfiðri stöðu. Hefur verið jaðarsett eða er í einhverri neyð. Fólk fæðist ekki vont. Það er eitthvað sem gerist sem verður til þess að fólk ratar þessa leið. Það er oft hægt að koma í veg fyrir það,“ segir Alda Hrönn. Samhugur um breytingar Mikill árangur varð af starfi lögregluliðsins á Suðurnesjum á þessum árum frá efnahagshruni til ársins 2014. „Við breyttum verklagi í ofbeldismálum og frá því að við breyttum því fengum við ekki sýknu í þeim málum til ársins 2014. Eitthvað vorum við að gera rétt. Ég held það hafi verið í krafti smæðarinnar sem breytingarnar gengu vel fyrir sig á Suðurnesjum. Allir voru með okkur í verkefninu og tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Félagsþjónustan og barnaverndin til dæmis. Við vorum ekki að þróa byltingarkenndar aðferðir, bara breyta nálgun og nýta þær heimildir og úrræði sem við höfðum. En þegar samhugur verður um að koma breytingum í gegn eins og gerðist á Suðurnesjum þá er það mjög dýrmætt samfélaginu.“ Alda Hrönn var fyrsti aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Mótlæti og kvenfyrirlitning Flutningur í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom henni að óvörum. „Við vorum á fullum krafti. Það var enginn á leiðinni neitt þar til kallið kom til Sigríðar Bjarkar með engum fyrirvara árið 2014. Það liðu aðeins fáeinar vikur og þá vorum við nokkur frá Suðurnesjum komin til starfa í Reykjavík. Hluti af flutningi Sigríðar Bjarkar til Reykjavíkur fólst í því að innleiða verklagið frá Suðurnesjum. Til þess að geta gert það tók hún mig með sér. Hún fékk mig lánaða til embættisins í eitt ár. Ég starfaði fyrst sem aðstoðarlögreglustjóri. Að ári liðnu var lánið framlengt í annarri stöðu, aðallögfræðingi embættisins. Lánið rann út 1. október síðastliðinn og þá þurfti ég að velja hvað ég vildi gera. Ég valdi að fara aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Alda Hrönn en átök innan embættisins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Skipulagsbreytingar þóttu umdeildar og þær áherslubreytingar sem Sigríður Björk mælti fyrir og sneru til að mynda að aukinni áherslu á heimilisofbeldismál. Í skjóli valds og úreldra viðhorfa Alda Hrönn lýsti einnig í langri færslu á Facebook í tilefni #meetoo-átaksins karllægri menningu, fyrirlitningu og áreitni: „Almennt og ítrekað er gert lítið úr reynslu okkar, gert lítið úr þekkingu okkar og vísað til kynferðis, allt í skjóli valds og gamalla úreldra viðhorfa. Ef við, kvenkyns starfsmenn, fáum stöðuveitingu er svo tíðrætt um „hjá hverjum svaf hún eiginlega?“ og með því verið að vísa til þess að við höfum ekki áunnið okkur störf vegna eigin verðleika heldur á kynferðis tengdum forsendum. Svo er það hitt, kynferðisleg- og kynbundin áreitni og kvenfyrirlitning viðgengst nú sem áður og mikil þöggun er til staðar innan kerfisins og lögreglunnar um þá háttsemi.“ Hún nefndi sérstaklega eitt atvik þar sem karlkyns stjórnandi kallaði hana „kerlingartussu“ fyrir framan marga starfsmenn sem heyrðu undir hana. Þá hafi hún ítrekað verið áreitt kynferðislega. „Áreitnin fólst í því að gera lítið úr athugasemdum mínum á fundum, setja út á klæðaburð minn, mér var líkt við vændiskonu, hann vitnaði til þess að til væru dónapóstar um mig og fleira í þeim dúr. Það versta var að allir þessir atburðir gerðust í áheyrn annarra stjórnenda, oft á tíðum á fjölmennum fundum og það án þess að nokkuð væri að gert, enginn sagði neitt og viðkomandi átti marga viðhlæjendur.“ Ber ekki kala til neins Þessu lýsti Alda Hrönn eftir að hún lét af störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ber ekki kala til neins. Ég ætla hins vegar ekki að vera meðvirk með þeim aðilum sem sýna af sér svona hegðun eða sýna konum fyrirlitningu. Það verður að vera hægt að taka á þessu. Það verður líka að gera breytingar í lögreglunni rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Það hefur verið lítið gert úr lýsingum kvenna af kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar. Bæði af konum og körlum. Til dæmis í kjölfar skýrslu sem kom út fyrir nokkrum árum um kynferðislega áreitni innan lögreglunnar. Það er ekki endalaust hægt að segja „þetta er ekki satt“. Þetta er satt. Ég var sjálf í lögreglunni. Ég veit hvað er verið að tala um.“ Alda Hrönn segir að þær breytingar sem voru gerðar á áherslu og verklagi hafi líka mætt mótstöðu. „Auðvitað er þetta að sumu leyti eðlilegt. Fólk er hrætt við breytingar. En þetta er líka menning sem hefur myndast á vinnustaðnum. Það er til dæmis ekki sama menning á Suðurnesjum. Sigríður Björk var fyrsti kvenlögreglustjórinn í Reykjavík. Ég var fyrsti kvenaðstoðarlögreglustjórinn. Sumir vildu kalla áherslur okkar „mjúk mál“. Það er fjarstæða. Þetta eru hörðu málin, varða fólkið og börnin sem eru framtíðin.“ Alda Hrönn segir mótlætið hafa reynt á. „Mótlætið sem við mættum var stundum fyrirstaða,“ segir hún. Ekki hafi alltaf verið farið eftir nýju verklagi. Þá hafi einnig verið deilt á nýjar áherslur. Nú geri það fáir. Enda hafi árangurinn verið góður. „Rannsóknir sýna það að breytingarnar voru til góðs. Þolendur benda sjálfir á þetta. Loksins hafi þeir fengið hjálp.“ Alda Hrönn segir þörf á gagngerum breytingum á menningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún lýsir mótstöðu við innleiðingu á breyttu verklagi og megnri kvenfyrirlitningu.Visir/Stefán Kom ekki til greina að gefast upp Alda Hrönn segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp. „Áreitnin og mótlætið, karlamenningin. Landssamband lögreglumanna vann gegn okkur. Það var við afl að etja. Þetta er mjög lýjandi til lengdar. Ég hefði aldrei nennt þessu ef starfið væri ekki svona gefandi. Það kom aldrei til greina að gefast upp og árangurinn talar sínu máli. Ég er stolt af honum. Þetta var mjög „töff“ tími og mótaði mig. Sem manneskju og starfsmann. Ég er mjög einbeitt í því hvað ég vil gera, hvað ekki. Ég er líka gersamlega óhrædd við að tjá mig um þessi málefni.“ Það sem reyndi mest á Öldu Hrönn var hins vegar svokallað LÖKE-mál. Hún var send í leyfi frá störfum í október 2016 eftir að settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar. Öldu Hrönn var gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á gagnaleka lögreglumanns úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Sá lögreglumaður var sakfelldur í Hæstarétti Íslands fyrir að hafa greint vini sínum frá því á Facebook að hann hefði verið skallaður af ungum dreng við skyldustörf. Áður var lögreglumaðurinn ákærður fyrir að fletta upp konum í LÖKE, frá árinu 2007 til 2013, og deila upplýsingum um þær í lokuðum Facebook-hópi með starfsmanni símafyrirtækis og lögmanni. Sá hluti ákærunnar var felldur niður og þótti ekki studdur gögnum. Nýverið staðfesti Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál gegn Öldu Hrönn. Í niðurstöðu Boga kemur fram að hvorki lögreglustjórinn á Suðurnesjum né embætti ríkissaksóknara, sem Alda Hrönn hafði leitað samráðs við í málinu, hafi beint málinu í farveg til samræmis við ákvæði lögreglulaga. Þá hafi rannsókn málsins ekki verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli, enda í samráði við embætti ríkissaksóknara eða samkvæmt fyrirmælum embættisins. Bogi bendir á að annmarkar hafi verið í upphafi rannsóknar í framhaldi af móttöku ábendingar og móttöku rannsóknargagna um háttsemi lögreglumanna. Þeir annmarkar hafi þó ekki varðað við almenn hegningarlög. Málið byrjaði hjá Stígamótum Alda Hrönn hefur frá upphafi vísað á bug þeim ásökunum sem voru tilefni rannsóknarinnar. Aðkoma hennar hafi einfaldlega fallið undir starfsskyldur hennar sem löglærður fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ég þekki ekki þá manneskju sem upphaf málsins er rakið til. En sú hin sama treysti ekki lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún leitaði til Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Guðrún hafði svo samband við mig og bað mig um að hitta sig. Hún væri með mál sem hún þyrfti að ráðfæra sig við mig um. Þetta var stuttur fundur. Ég hitti hana og segi náttúrulega við hana að við getum ekkert gert nema vera með einhver gögn í höndunum. Guðrún greinir mér frá því hvað skjólstæðingur hennar sýndi henni,“ segir Alda Hrönn og segir að skjólstæðingurinn hafi síðan tekið ákvörðun um að láta gögnin til lögreglunnar. Stígamót hafi verið milliliður. „Þegar ég er búin að hitta Guðrúnu þá læt ég ríkissaksóknara vita. Segi frá efni fundarins og hvort það sé vilji til þess hjá embættinu að ég nái í gögnin. Það er vilji til þess hjá ríkissaksóknara. Ég fer því og sæki þau og fer með á Suðurnes. Þangað skila ég þeim. Í framhaldinu er haldinn fundur yfirmanna og ákveðið í samráði við ríkissaksóknara að greina málið frekar. Ég hafði engin afskipti af málinu á meðan það var í greiningu. Og sá reyndar aldrei gögnin þótt ég hefði komið þeim til skila.“ Þarf að taka hart á leka Hún bendir á að ábendingar almennra borgara um leka úr LÖKE eigi að taka alvarlega. Lögreglumenn eiga að bera þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfsins og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Hún hefur lengi verið talsmaður þess að breyta umgjörð kerfisins. „Ég veit að það er mikill vilji hjá ríkislögreglustjóra til að gera það. Þetta er alltaf spurning um hverju lögreglumenn þurfa að hafa aðgang að, vinnu sinnar vegna, og hvaða upplýsingar þurfi að vernda. Við þurfum að gæta þagmælsku. Það þarf auðvitað að taka hart á því ef upplýsingar eru misnotaðar, þeim lekið eða eitthvað slíkt,“ segir Alda Hrönn. Hún segist furða sig á því hvers vegna hún hafi verið tekin fyrir í málinu. Rannsókn setts héraðssaksóknara stóð í fyrstu í fjóra mánuði og á meðan var Alda Hrönn í leyfi. Rannsóknin var tekin upp aftur vegna vanhæfis lögreglumanns sem rannsakaði málið. Hann tjáði sig um þær sakir sem bornar voru á Öldu Hrönn á Facebook-síðu hennar og sagði að honum hefði verið „fljótt ljóst, að kærur þessar varðandi ætluð brot af hálfu Öldu Hrannar, voru með öllu tilhæfulausar og hefði þessum málum átt að ljúka mun fyrr en raunin varð.“ Hófst þá önnur rannsókn sem stóð í um 12 mánuði. „Þetta reyndi á mig og alla í kringum mig líka. Ég held að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar þar sem persóna er tekin fyrir með þessum hætti. Ég veit að ég gerði ekkert rangt. Þó að við getum alltaf farið yfir verkferlana og gert betur. Þetta var fyrir margra hluta sakir ótrúlega erfitt, og ég velti því oft fyrir mér af hverju ég væri í lögreglunni. Hvort það væri virkilega þess virði. Maður stendur einn þegar svona kemur upp, en lærir af því. Ég hef samt skilning á að fólk leiti réttar síns, finnist því á sér brotið. En ég var kærð fyrir brot gegn nærri því öllum lagabálki íslenska lýðveldisins. Niðurstaðan varð sú að engin sérrefsilagaákvæði né heldur refsiákvæði almennra hegningarlaga hafi komið til álita önnur en ákvæði 132. gr. sem rannsóknin leiddi í ljós að ég hefði ekki brotið gegn.“ Þekkir umkomuleysið Alda Hrönn ætlar að reyna að nýta sér reynsluna af LÖKE-málinu. „Ég veit núna hvernig er að vera í þessari stöðu. Að vera sakborningur. Ég þekki umkomuleysið og veit hvað það skiptir miklu máli að óvissan vari sem styst. Nú eru liðin tvö ár síðan ég var kærð. Þessi tími var erfiður og það hefði verið heppilegra fyrir alla að rannsóknin hefði tekið styttri tíma. Ég hef ekki getað tjáð mig um málsástæður og geri það reyndar ekki að fullu enn,“ segir hún. „Ég er opinber starfsmaður sem er bundinn þagnarskyldu og get því illa svarað fyrir þær ásakanir sem ég hef ítrekað orðið fyrir í þessu máli nema að verulega litlu leyti opinberlega. Niðurstaðan er hins vegar skýr, ég braut ekki af mér. Ég tel mig samt ekki vera neitt fórnarlamb í þessu máli. Lífið er ekkert alltaf auðvelt, það lofaði því enginn. Ég vil samt geta rætt málin og er ekki smeyk við það. Svona er þetta bara. Mín störf eru ekkert hafin yfir gagnrýni en ég geri ávallt mitt besta. Störf mín fyrir lögregluna á Suðurnesjum eiga hug minn allan núna. Það er gott að vera hluti af því að breyta og bæta kerfið.“
Lögreglan Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira