Fowler leiðir fyrir lokahringinn í Phoenix 4. febrúar 2018 11:15 Þúsundir manna fylgjast með Rickie setja niður pútt í Phoenix. Vísir/getty Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú: Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú:
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira