Umskurn drengja Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú er á döfinni þingsályktunartillaga sem miðar að því að banna siðvenju rúmlega helmings Bandaríkjamanna og árþúsundagamla hefð gyðinga og múslima o.fl. menningarheima; umskurn drengja. Siðurinn er okkur Íslendingum framandi og eitthvað við þetta sem auðveldlega vekur upp andúð hjá mörgum. Svo mikla raunar að lagt er til að umskorið barn skuli svipt allt að sex ára samveru með foreldrum sínum á meðan þau afpláni dóm. Eitt stærsta verkefni jarðarbúa næstu hundrað árin verður það að finna út úr þessu með fjölmenninguna. Hvernig eigum við að fara að því að vera hér öll á þessum litla viðkvæma hnetti án þess að eyðileggja mannlíf og náttúru? Hin nýja dagskrá Sameinuðu þjóðanna um sautján sjálfbær þróunarmarkmið, sem við Íslendingar erum aðilar að, fjallar ekki síst um fjölmenningarverkefnið. 36. klausa yfirlýsingarinnar hljóðar svona: „Við skuldbindum okkur til að hlúa að þvermenningarlegum skilningi, umburðarlyndi, gagnkvæmri virðingu og siðfræði sem byggir á vitund um hnattrænan þegnskap og deilda ábyrgð. Við viðurkennum náttúrulegan og menningarlegan fjölbreytileika heimsins og sjáum að allir menningarheimar geta stuðlað að og eru hver um sig ómissandi við að raungera sjálfbæra þróun.“ Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Nú er á döfinni þingsályktunartillaga sem miðar að því að banna siðvenju rúmlega helmings Bandaríkjamanna og árþúsundagamla hefð gyðinga og múslima o.fl. menningarheima; umskurn drengja. Siðurinn er okkur Íslendingum framandi og eitthvað við þetta sem auðveldlega vekur upp andúð hjá mörgum. Svo mikla raunar að lagt er til að umskorið barn skuli svipt allt að sex ára samveru með foreldrum sínum á meðan þau afpláni dóm. Eitt stærsta verkefni jarðarbúa næstu hundrað árin verður það að finna út úr þessu með fjölmenninguna. Hvernig eigum við að fara að því að vera hér öll á þessum litla viðkvæma hnetti án þess að eyðileggja mannlíf og náttúru? Hin nýja dagskrá Sameinuðu þjóðanna um sautján sjálfbær þróunarmarkmið, sem við Íslendingar erum aðilar að, fjallar ekki síst um fjölmenningarverkefnið. 36. klausa yfirlýsingarinnar hljóðar svona: „Við skuldbindum okkur til að hlúa að þvermenningarlegum skilningi, umburðarlyndi, gagnkvæmri virðingu og siðfræði sem byggir á vitund um hnattrænan þegnskap og deilda ábyrgð. Við viðurkennum náttúrulegan og menningarlegan fjölbreytileika heimsins og sjáum að allir menningarheimar geta stuðlað að og eru hver um sig ómissandi við að raungera sjálfbæra þróun.“ Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun