Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
„Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00