Varðskipið Þór siglir til móts við Akurey Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 10:31 Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar er með í för. Landhelgisgæslan Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur fram að skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog. Akurey er togari í eigu HB Granda en togarinn er sá nýjasti í flotanum og fór í sína fyrstu ferð í júní síðastliðnum. Upp úr klukkan hálffjögur hafði áhöfn Akureyjar aftur samband við stjórnstöð og hafði þá veðrið versnað töluvert og horfurnar enn verri. Ljóst var að það tæki varðskipið Tý, sem er nú við eftirlit á loðnumiðunum fyrir austan land, rúman sólarhring að komast á vettvang. Landhelgisgæslan er að öllu jöfnu aðeins með eitt varðskip á sjó en í ljósi aðstæðna var ákveðið að kalla saman aðra áhöfn svo varðskipið Þór gæti farið og aðstoðað við dráttinn á Akurey. Um leið var haft samband við grænlenska fiskiskipið Tasermiut, sem er á þessum slóðum líka, til að upplýsa um stöðuna og athuga hvort skipið gæti verið til taks ef með þyrfti. Þessa stundina er Ottó N. Þorláksson með Akurey í togi á um það bil sjö hnúta ferð norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu. Búist er við að skipin mætist um hádegisbil og Þór fylgi þeim til hafnar. Gert er ráð fyrir að þau verði komin til hafnar í Reykjavík síðdegis eða undir kvöld. Vegna þessara óvenjulegu kringumstæðna er ekki um hefðbundna áhöfn að ræða á Þór. Á meðal varðskipsmanna í þessari sjóferð eru tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, sem báðir eru þó þaulreyndir sjómenn. Þá komu þrír skipverjar sem búsettir eru á Norðurlandi með áætlunarflugi til Reykjavíkur fyrr í morgun.Uppfært klukkan 11:00 Landhelgisgæslan hefur sent frá sér áréttingu þess efnis að ástæða þess að tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar eru í áhöfn Þórs að þessu sinni er einfaldlega sú að þeir eru líka vanir sjómenn og með öll tilskilin réttindi. Engin sprengihætta eða neitt slíkt er á ferð. Eins og sagði í tilkynningunni er varðskipið Týr fyrir austan land með fullskipaðri áhöfn. Flestir úr áhöfninni á Þór, sem var sett sérstaklega saman fyrir þessa ferð, starfa að öllu jöfnu á varðskipunum en til að fullmannað yrði varð að kalla til nokkra sem yfirleitt fást við önnur störf hjá LHG (t.d. sprengjueyðingu) svo hægt yrði að senda Þór af stað. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur fram að skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog. Akurey er togari í eigu HB Granda en togarinn er sá nýjasti í flotanum og fór í sína fyrstu ferð í júní síðastliðnum. Upp úr klukkan hálffjögur hafði áhöfn Akureyjar aftur samband við stjórnstöð og hafði þá veðrið versnað töluvert og horfurnar enn verri. Ljóst var að það tæki varðskipið Tý, sem er nú við eftirlit á loðnumiðunum fyrir austan land, rúman sólarhring að komast á vettvang. Landhelgisgæslan er að öllu jöfnu aðeins með eitt varðskip á sjó en í ljósi aðstæðna var ákveðið að kalla saman aðra áhöfn svo varðskipið Þór gæti farið og aðstoðað við dráttinn á Akurey. Um leið var haft samband við grænlenska fiskiskipið Tasermiut, sem er á þessum slóðum líka, til að upplýsa um stöðuna og athuga hvort skipið gæti verið til taks ef með þyrfti. Þessa stundina er Ottó N. Þorláksson með Akurey í togi á um það bil sjö hnúta ferð norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu. Búist er við að skipin mætist um hádegisbil og Þór fylgi þeim til hafnar. Gert er ráð fyrir að þau verði komin til hafnar í Reykjavík síðdegis eða undir kvöld. Vegna þessara óvenjulegu kringumstæðna er ekki um hefðbundna áhöfn að ræða á Þór. Á meðal varðskipsmanna í þessari sjóferð eru tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, sem báðir eru þó þaulreyndir sjómenn. Þá komu þrír skipverjar sem búsettir eru á Norðurlandi með áætlunarflugi til Reykjavíkur fyrr í morgun.Uppfært klukkan 11:00 Landhelgisgæslan hefur sent frá sér áréttingu þess efnis að ástæða þess að tveir liðsmenn sprengjueyðingarsveitar eru í áhöfn Þórs að þessu sinni er einfaldlega sú að þeir eru líka vanir sjómenn og með öll tilskilin réttindi. Engin sprengihætta eða neitt slíkt er á ferð. Eins og sagði í tilkynningunni er varðskipið Týr fyrir austan land með fullskipaðri áhöfn. Flestir úr áhöfninni á Þór, sem var sett sérstaklega saman fyrir þessa ferð, starfa að öllu jöfnu á varðskipunum en til að fullmannað yrði varð að kalla til nokkra sem yfirleitt fást við önnur störf hjá LHG (t.d. sprengjueyðingu) svo hægt yrði að senda Þór af stað.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira