Shadow of the Colossus: Frábær endurgerð á klassískum leik Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 08:45 Það er eitthvað svo heillandi við endurgerðina á hinum fornfræga leik, Shadow of the Colossus. Um þrettán ár eru liðin frá því að upprunalegi leikurinn kom út við góðar undirtektir og það er auðvelt að búast við því að endurgerðin muni gera slíkt hið sama. Spilarar setja sig í hlutverk ungs manns sem hefur ferðast til undarlegs lands til að vekja ástkonu sína aftur til lífsins. Til þess þarf ungi maðurinn að gera samning við undarlegar verur og, að virðist, myrða sextán risa sem virðast ekki vera að gera neinum neitt. Þess í stað ganga/skríða/fljúga þeir bara hinir rólegustu um landið sem er í senn fallegt og dularfullt.Til þess að ganga frá þeim þurfa spilarar að finna veikleika risanna, príla upp á þá og finna veika punkta til að stinga sverði í eða skjóta ör í. Það að ganga frá risunum verður sífellt flóknara og krefjandi og krefst þess að spilarar vandi sig. Það er líka mikið sjónarspil og skemmtilegt. Það er plús. Eitt af því sem heillar svo mikið við SOTC er hvað þetta er í raun hreinn leikur. Það er ekkert kjaftæði. Spilarar þurfa ekkert að gera haug af hliðarverkefnum til að safna vopnum eða einhvers konar stigum. Það er ekki verið að reyna að selja manni neitt eða neitt slíkt (fyrir utan dularfulla gullpeninga/hringi sem enginn veit hvað er). Maður bara spilar leikinn og berst við risa í fallegu og forvitnilegu umhverfi.Ég hef sjaldan sem aldrei haft jafn gott af því að gera ekki neitt í tölvuleik. Til þess að myrða risana þarf þó að finna þá. Þó við séum að tala um risa, getur það reynst flókið en samt aldrei erfitt. Sverð unga mannsins lýsir leiðina og spilarar geta notað tækifærið til að dást að umhverfinu og velta vandræðum heimsins fyrir sér á leiðinni. Leikurinn lítur mjög vel út og vert er að taka fram að ekki er um svokallað „remaster“ að ræða. Þess í stað var leikurinn byggður aftur upp frá grunni með kraft Playstation 4 í huga. Það er einfaldlega óttalega lítið sem hægt er að setja út á SOTC. Í raun er það eina sem mér dettur í hug að það getur reynst erfitt að stýra unga manninum nafnlausa og hesti hans af mikilli nákvæmni. Það er svo sem ekkert meira en það. Þessi leikur er nákvæmlega það sem hann lítur út fyrir að vera. Það er að segja á meðan við förum ekkert út í söguna. Hún er ekki öll þar sem hún er séð.Samantekt-ish Spilarar muna varla springa úr hasar, ef svo má að orði komast, en leikurinn verður samt aldrei leiðinlegur. Ég fíla þetta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Það er eitthvað svo heillandi við endurgerðina á hinum fornfræga leik, Shadow of the Colossus. Um þrettán ár eru liðin frá því að upprunalegi leikurinn kom út við góðar undirtektir og það er auðvelt að búast við því að endurgerðin muni gera slíkt hið sama. Spilarar setja sig í hlutverk ungs manns sem hefur ferðast til undarlegs lands til að vekja ástkonu sína aftur til lífsins. Til þess þarf ungi maðurinn að gera samning við undarlegar verur og, að virðist, myrða sextán risa sem virðast ekki vera að gera neinum neitt. Þess í stað ganga/skríða/fljúga þeir bara hinir rólegustu um landið sem er í senn fallegt og dularfullt.Til þess að ganga frá þeim þurfa spilarar að finna veikleika risanna, príla upp á þá og finna veika punkta til að stinga sverði í eða skjóta ör í. Það að ganga frá risunum verður sífellt flóknara og krefjandi og krefst þess að spilarar vandi sig. Það er líka mikið sjónarspil og skemmtilegt. Það er plús. Eitt af því sem heillar svo mikið við SOTC er hvað þetta er í raun hreinn leikur. Það er ekkert kjaftæði. Spilarar þurfa ekkert að gera haug af hliðarverkefnum til að safna vopnum eða einhvers konar stigum. Það er ekki verið að reyna að selja manni neitt eða neitt slíkt (fyrir utan dularfulla gullpeninga/hringi sem enginn veit hvað er). Maður bara spilar leikinn og berst við risa í fallegu og forvitnilegu umhverfi.Ég hef sjaldan sem aldrei haft jafn gott af því að gera ekki neitt í tölvuleik. Til þess að myrða risana þarf þó að finna þá. Þó við séum að tala um risa, getur það reynst flókið en samt aldrei erfitt. Sverð unga mannsins lýsir leiðina og spilarar geta notað tækifærið til að dást að umhverfinu og velta vandræðum heimsins fyrir sér á leiðinni. Leikurinn lítur mjög vel út og vert er að taka fram að ekki er um svokallað „remaster“ að ræða. Þess í stað var leikurinn byggður aftur upp frá grunni með kraft Playstation 4 í huga. Það er einfaldlega óttalega lítið sem hægt er að setja út á SOTC. Í raun er það eina sem mér dettur í hug að það getur reynst erfitt að stýra unga manninum nafnlausa og hesti hans af mikilli nákvæmni. Það er svo sem ekkert meira en það. Þessi leikur er nákvæmlega það sem hann lítur út fyrir að vera. Það er að segja á meðan við förum ekkert út í söguna. Hún er ekki öll þar sem hún er séð.Samantekt-ish Spilarar muna varla springa úr hasar, ef svo má að orði komast, en leikurinn verður samt aldrei leiðinlegur. Ég fíla þetta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira