Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Benedikt Bóas skrifar 30. janúar 2018 11:00 Agla María Albertsdóttir skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir Stjörnuna. „Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki