Deilt um hegðun hjólreiðamanns í hringtorgi í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 13:45 Skjáskot úr myndbandi sem ökukennarinn birti á Facebook. Facebook Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira