Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Gissur Sigurðsson skrifar 31. janúar 2018 13:30 Sigurður Gísli Pálmason berst fyrir friðun svæðisins. Vísir/gva Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni. Umhverfismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni.
Umhverfismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira